Fjölskylduráð

6. nóvember 2020 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 428

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Sérfræðingar frá fjármálasviði mæta á fundinn og fara yfir stöðu fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.

      Umræður um fjárhagsáætlun.

    • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

      Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu mætir á fundinn með og kynnir samræmda móttöku flóttamanna.

      Fjölskylduráð þakkar Lindu Rósu Alfreðsdóttur fyrir kynninguna á þessu verkefni.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðuna á fjölskyldu- og barnamálasviði í ljósi Covid-19

      Fjölskylduráð ítrekar hrós, þakklæti og hvatningu til starfsmanna á fjölskyldu- og barnamálasviði fyrir þeirra óeigingjörnu og faglegu störf á þessum krefjandi tímum.

    • 2010442 – Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur

      Drög að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur lögð fram.

      Fjölskylduráð samþykkir reglur Hafnarfjarðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2011069 – Félagsleg heimaþjónusta, starfshópur

      Lagt fram drög að erindisbréfi starfshóps og félagslega heimaþjónustu.
      Umræður.

    • 1806032 – Lækur, athvarf fyrir geðfatlaða

      Brynja Rut Vilhjálmsdóttir, forstöðumaður á Læk og Ásgeir Sigurgestsson, starfandi deildarstjóri þróunar og rekstur í málefnum fatlaðs fólks mæta á fundinn og kynna starfið á Læk, framtíðarsýn o.fl.

      Fjölskylduráð þakkar Brynju Rut og Ásgeiri kærlega fyrir góða kynningu á starfsemi Læks.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 19/2020.
      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt