Fjölskylduráð

4. desember 2020 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 431

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

 • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

   Teknar fyrir tillögur sem var vísað til fjölskylduráðs frá bæjarstjórn.

   Lagt fram. Sviðsstjóra falið að vinna kostnaðarmat á tillögum. Vísað til afgreiðslu aukafundar fjölskylduráðs sem haldinn verður 10. desember 2020

  • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

   Lögð fram beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttamanna.

   Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að ganga til samninga við ráðuneytið um samstarf Hafnarfjarðarbæjar og ráðuneytisins hvað varðar samræmda móttöku flóttamanna

  • 2009617 – Málefni flóttamanna

   Bæjarfulltrúi Friðþjófur Helgi Karlsson lagði fram tillögu í bæjarstjórn þann 14.10. sl. um að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi. Þeirri tillögu var vísað til fjölskylduráðs. Fjölskylduráð óskaði eftir upplýsingum frá sviðinu um þjónustu við flóttamenn og hælisleitendur í Hafnarfirði og einnig var óskað eftir kynningu frá ráðuneytinu á verkefninu samræmd móttaka flóttamanna.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun: Tekin hefur verið sú ákvörðun að ganga til samninga við ráðuneytið um samræmda móttöku flóttamanna. Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður.
   Í dag búa í Hafnarfirði 32 fullorðnir flóttamenn og 23 börn sem falla undir tveggja ára tímabil leiðbeinandi reglna félagsmálaráðuneytisins um mótttöku flóttamanna. Hafnarfjarðarbær hefur þrisvar tekið á móti kvótaflóttafólki. Árið 1999 komu 75 einstaklingar. Árið 2014 tók bærinn á móti fjölskyldu sem var einstæð móðir með fimm börn og árið 2016 tók bærinn á móti þremur fjölskyldum frá Sýrlandi.
   Einnig er Hafnarfjarðarbær með samning við Útlendingastofnun um að þjónusta allt að 100 umsækjendur um vernd.
   Hafnarfjarðarbær er því að standa vel að þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd.

   Fulltrúi Miðflokksins tekur undir bókun meirihlutans.

   Fundarhlé 5 mínútur.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
   Um leið og fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar umfjöllun ráðsins um tillögu Samfylkingarinnar um móttöku flóttafólks sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi í október sl. þá harmar Samfylkingin niðurstöðu meirihlutans í ráðinu. Að öðru leyti vísar fulltrúi Samfylkingarinnar í bókun sína á 427. fundi fjölskylduráðs þann 23. október sl.

  • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

   Sviðsstjóri fer yfir stöðuna á fjölskyldu- og barnamálasviði í ljósi Covid-19
   Fjölskylduráð ítrekar hrós, þakklæti og hvatningu til starfsmanna á fjölskyldu- og barnamálasviði fyrir þeirra óeigingjörnu og faglegu störf á þessum krefjandi tímum.

  • 1604079 – Húsnæðisáætlun

   Lögt fram drög að erindisbréfi starfshóps um endurskoðun húsnæðisstefnu Hafnarfjarðkaupstaðar.

   Félagslegar íbúðir – fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar

   1. Hvað eru margar félagslegar íbúðir í Hafnarfirði og hversu margar eru þær á hverja þúsund íbúa bæjarfélagsins?

   2. Hversu margir einstaklingar og fjölskyldur eru núna á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ?
   a. Hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði?
   b. Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði?

   3. Hversu margar íbúðir hefur Hafnarfjarðarbær keypt inn í félagslega húsnæðiskerfið á síðustu fjórum árum, sundurliðað eftir árum, þ.e. 2017, 2018, 2019 og 2020?

   Íbúðir fyrir fatlað fólk – fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar

   1. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði?

   a. Hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði?
   b. Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði?

   2. Hversu margar íbúðir fyrir fatlað fólk eru á framkvæmdastigi í Hafnarfirði í dag?

   3. Hversu margar íbúðir fyrir fatlað fólk voru byggðar í Hafnarfirði á sl. fjórum árum? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2017, 2018, 2019 og 2020.

  • 1311205 – Fjölsmiðjan, þjónustusamningur

   Lögð fram ósk Fjölsmiðjunnar um fjárstuðning vegna áhrifa COVID-19.

   Lagt fram. Umræður.

  • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

   Lögð fram drög að samningi um rekstur sérhæfðrar dagdvalar á Sólvangi.

   Fjölskylduráð samþykkir samning um rekstur sérhæfðrar dagdvalar á Sólvangi í Hafnarfirði og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

  • 2011069 – Félagsleg heimaþjónusta, starfshópur

   Fjölskylduráð samþykkuir erindsbréf um félagslega heimaþjónustu.
   Fjölskylduráð hefur skipað eftirtalda aðila í starfshópinn.

   Helga Ingólfsdóttir fyrir Sjálfsstæðisflokk, formaður.
   Valdimar Víðisson fyrir Framsóknarflokk.
   Anna Karen Svövudóttir fyrir Framsóknarflokk.
   Árni Rúnar Þorvaldsson fyrir Samfylkinguna.
   Guðlaug S. Kristjánsdóttir fyrir Bæjarlistann.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 20/2020.
   Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt