Fjölskylduráð

18. desember 2020 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 433

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Daði Lárusson varaáheyrnarfulltrúi
  • Lilja Eygerður Kristjánsdóttir varamaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Linda Hrönn Þórisdóttir varamaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Kynning

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðuna á fjölskyldu- og barnamálasviði í ljósi Covid-19.

      Fjölskylduráð þakkar kynninguna.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19. ASÍ hefur bent á að efnahagsleg áhrif Covid-19 faraldursins bitni harðast á láglaunahópum á Íslandi. Þeir hópar sem eru útsettastir fyrir efnahagslegum áhrifum faraldursins eru konur, ungt fólk og innflytjendur. Það er því gríðarlega mikilvægt að ríki og sveitarfélög grípi til markvissra aðgerða til þess að verja efnalitlar fjölskyldur og einstaklinga til þess að sporna gegn því að ójöfnuður fari vaxandi vegna heimsfaraldursins. Fulltrúi Samfylkingainnar hvetur bæjarstjórn Hafnarfjarðar til þess að stuðla að því að sveitarfélögin vinni stefnumótun og aðgerðaáætlun gegn fátækt efnalítilla barnafjölskyldna þannig að afleiðingar faraldursins verði sem minnstar á börn og ungmenni en Reykjavíkurborg hefur þegar hafið slíka vinnu. Einnig er mikilvægt að Hafnarfjarðarbær tryggi að öll börn óháð efnahag geti stundað tómstundir að eigin vali og að börnum og ungmennum sem búa við fátækt séu tryggðar ókeypis skólamáltíðir líkt og Velferðarvaktin leggur til.

      Fjölskylduráð þakkar kynnninguna og tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

    Almenn erindi

    • 2011539 – Samtök aldraðra, byggingasamvinnufélagið Samtök, erindi

      Lagt fram bréf dags. 12.nóvember sl. frá Samtökum aldraðra byggingarsamvinnufélags, þar sem fram kemur ósk um viðræður um að félaginu verpu úthlutað lóð í Hafnarfirði til byggingar fjölbýlishúss/a fyrir aldraða í Hafnarfirði. Á fundi bæjarráðs þann 3. desember s.l. var endinu vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði.

      Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að starfshópur um Húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar sem vinnur að uppfærslu á Húsnæðisáætlun Hafnafjarðar taki erindið til skoðunar í sinni vinnu.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
      Ef af þessari uppbyggingu íbúða fyrir aldraða verður þá leggur fulltrúi Samfylkingarinnar áherslu á að horft verði til þess að íbúðauppbyggingin verði í tengslum við uppbyggingu heilsugæslu og hjúkrunarheimilis á Völlunum.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram upplýsingar frá Vinnumálastofnun um vinnumarkaðinn á Íslandi.

    • 2012275 – Styrkir 2020

      Fulltrúi Framsóknar og Óháðra, Linda Hrönn Þórisdóttir, víkur af fundi undir þessum lið.

    • 1801069 – Umboðsmaður Alþingis, utangarðsfólk, húsnæðisvandi, frumkvæðisathugun

      Húsnæði fyrir fólk með fjölþættan vanda. Farið yfir stöðu málsins.

    Fundargerðir

Ábendingagátt