Fjölskylduráð

29. janúar 2021 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 435

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

 • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

   Lagðar fram lykiltölur í þjónustu fjölskyldu- og barnamálasviðs á árinu 2020. Sérfræðingur frá fjármálasviði mætir á fundinn.

   Lagt. fram.

  • 2012353 – Manntal og húsnæðistal

   Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar- og húsnæðisteymis fer yfir upplýsingar um heimilislaust fólk og fólk í húsnæðishraki í sveitarfélaginu.

   Fjölskylduráð þakkar Soffíu Ólafsdóttur fyrir góða yfirferð.
   Mikilvægt að áfram verði unnið að því að finna lausn á húsnæðisvanda einstaklinga sem eru heimilislausir. Fjölskylduráð óskaði eftir því að farið yrði í þá vinnu að finna staðsetningu í Hafnarfirði fyrir úrræði fyrir heimilislausa einstaklinga. Einnig að samtal yrði tekið við Kópavogsbæ um mögulegt samtarf í þessu verkefni. Fjölskylduráð óskar eftir minnisblaði frá sviðsstjóra á næsta fundi ráðsins varðandi stöðuna á þessu verkefni.

  • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

   Sviðsstjóri fór yfir stöðuna á sviðinu vegna Covid-19 og þær aðgerðir sem eru í gangi.
   Fjölskylduráð vill koma á framfæri þakklæti til allra starfsmanna á sviðinu fyrir faglegt og öflugt starf á erfiðum tímum.

  • 2101643 – Heilsuefling aldraðra, skýrsla starfshóps

   Skýrsla starfshóps sem heilbrigðisráðherra fól að móta tillögur um heilsueflingu aldraðra.

   Sviðsstjóra falið að taka saman minnisblað um það sem verið er að gera í Hafnarfirði hvað varðar heilsueflingu aldraðra með hliðsjón af tillögunum í kafla 4.

  • 2009411 – Úttekt á barnaverndarmálum í Hafnarfirði

   Lagt fram minnisblað um stöðu úttektar á barnaverndarmálum í Hafnarfirði.

   Lagt fram.

  • 2101246 – Börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir, sérfræðingateymi

   Lagðar fram upplýsingar um sérfræðingateymi hjá félagsmálaráðuneytinu vegna barna með fjölþættan vanda.

   Fjölskylduráð fagnar því að skipað hafi verið sérstakt sérfræðingateymi sem verður sveitarfélögum til ráðgjafar um viðeigandi þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir sem þurfa á annars konar og meiri þjónustu að halda en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 3/2021-4/2021

   Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt