Fjölskylduráð

12. febrúar 2021 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 436

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Birna Guðmunsdóttir, deildarstjóri gagnagreininga hjá VMST mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Birnu Guðmundsdóttir fyrir kynninguna. Sviðsstjóra er falið að fara í samvinnu við VMST varðandi ráðningastyrkina.

    • 1801069 – Umboðsmaður Alþingis, utangarðsfólk, húsnæðisvandi, frumkvæðisathugun

      Frestað til 26.02.2021.

      Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um málefni utangarðsfólks

      1. Hversu mörg stöðugildi eru ætluð í stjórnkerfi og þjónustu Hafnarfjarðarbæjar til að sinna
      og vinna að málefnum utangarðsfólks?
      2. Eru einhver sértæk úrræði í boði í Hafnarfirði fyrir utangarðsfólks, svo sem gistiskýli?
      3. Eru einhver önnur sértæk úrræði í boði í Hafnarfirði fyrir utangarðsfólk, s.s. kaffistofur og
      súpueldhús?
      4. Er Hafnarfjarðarbær þátttakandi eða aðili að einhverjum þjónustusamningum við þriðja aðila, s.s. félagasamtök eða önnur sveitarfélög um þjónustu við fyrrgreindan hóp?
      5. Hversu mikil útgjöld eru áætluð í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar vegna úrræða og
      þjónustu við fyrrgreindan hóp?

      Árni Rúnar Þorvaldsson
      Fulltrúi Samfylkingarinnar

    • 1903304 – Sérstakur húsnæðisstuðningur

      Lagt fram minnisblað varðandi sérstakan húsnæðisstuðning.

      Fjölskylduráð tekur jákvætt í hugmyndir um að sameina almennar húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga í eitt opinbert stuðningskerfi. Það verður hinsvegar ekki gert nema með lagabreytingum og viðræðum um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga eins og fram kemur tillögum HMS.
      Varðandi tilhögun á fyrirkomulagi sérstaks húsnæðisstuðnings í Hafnarfirði þá hefur frá upphafi verið unnið eingöngu eftir hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum líkt og gildir um almennar húsnæðisbætur og þannig hafa umsækjendur sem fengið hafa almennan húsnæðisstuðning átt sjálfkrafa rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi frá Hafnarfjarðarbæ.
      Á meðan kostnaðarskipting milli ríkis og sveitarfélaga er með óbreyttu sniði telur Fjölskylduráð ekki tímabært að breyta fyrirkomulagi varðandi umsóknir og umsýslu á sérstökum húsnæðisstuðningi.

    • 2101599 – Skammtímadvöl, kostnaðarþátttaka

      Lagðar fram fjárhagsupplýsingar varðandi skammtímadvölina í Hnotubergi.

      Sviðsstjóra falið að leita upplýsinga um hvaða forsendur eru að baki þessu fæðisgjaldi í Reykjavík og leggja fram tillögu um fæðisgjald hér í Hafnarfirði á næsta fundi fjölskylduráðs.

    • 2101673 – Staða mála er varðar upplýsingar um réttindi og þjónustu við fatlað fólk

      Fyrirspurn varðandi upplýsingagjöf um réttindi fatlaðs fólks á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að taka saman minnisblað um það hvernig upplýsingagjöf um réttindi og þjónustu við fatlað fólk er háttað á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1711264 – Vistheimili, heimili í sveit, Ásgarður, samvinna

      Lagt fram til kynningar.

    • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

      Lögð fram drög að samningi vegna samræmdrar móttöku flóttamanna.

    • 2101643 – Heilsuefling aldraðra, skýrsla starfshóps

      Lagðar fram upplýsingar um heilsueflingu eldri borgara í Hafnarfirði.

      Lagt fram minnisblað um heilsueflingu aldraðra í Hafnarfirði. Fjölskylduráð óskar eftir umsögn frá öldungaráði.

    • 0702054 – Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort

      Lagðar fram upplýsingar um frístundastyrki eldri borgara.

      Lagðar fram upplýsingar um frístundastyrki eldri borgara. Fjölskylduráð óskar eftir umsögn frá öldungaráði.

    • 2011539 – Samtök aldraðra, byggingasamvinnufélagið Samtök, erindi

      Fjölskylduráð bókaði eftirfarandi á fundi þann 18.12.2020:
      ,,Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að starfshópur um húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar sem vinnur að uppfærslu á húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar taki erindið til skoðunar í sinni vinnu“.
      Starfshópurinn tók mjög jákvætt í erindið og er sammála um að við endurskoðun á húsnæðisáætluninni verði litið til erindisins með jákvæðum hætti.
      Bæjarráð óskaði eftir því að fjölskylduráð tæki málið til umfjöllunar. Umfjöllun fjölskylduráðs og starfshóps er því lokið og niðurstöðunni vísað til bæjarráðs.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 5/2021-6/2021

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

    • 1604079 – Húsnæðisáætlun

      Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um húsnæðismál

      Félagslegar íbúðir
      1. Hvað eru margar félagslegar íbúðir í Hafnarfirði og hversu margar eru þær á hverja þúsund íbúa bæjarfélagsins?
      2. Hversu margir einstaklingar og fjölskyldur eru núna á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá
      Hafnarfjarðarbæ?
      a. Hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði?
      b. Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði?
      3. Hversu margar íbúðir hefur Hafnarfjarðarbær keypt inn í félagslega húsnæðiskerfið á síðustu fjórum árum, sundurliðað eftir árum, þ.e. 2017, 2018, 2019 og 2020.

      Íbúðir fyrir fatlað fólk
      1. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði?
      a. Hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði?
      b. Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði?
      2. Hversu margir einstaklingar eru í búsetuúrræðum í dag sem ekki teljast fullnægjandi, þ.e. svokölluðum sambýlum? Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að ekki skulið haldið áfram að nýta slíkt búsetuúrræði.
      3. Hversu margar íbúðir fyrir fatlað fólk eru á framkvæmdastigi í Hafnarfirði í dag?
      a. Hversu margar íbúðir fyrir fatlað fólk verða teknar í notkun á yfirstandandi ári?
      4. Hversu margar íbúðir fyrir fatlaða fólk voru byggðar í Hafnarfirði á sl. fjórum árum? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2017, 2018, 2019 og 2020.

      Almennar íbúðir
      1. Hafa einhverjar íbúðir verið byggðar í Hafnarfirði á vegum óhagnaðardrifinna leigu- eða
      búseturéttarfélaga sl. 4 ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2017, 2018, 2019 og 2020.
      2. Hefur Hafnarfjarðarbær veitt stofnframlög vegna íbúða hjá
      óhagnaðardrifnum félögum á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir?
      a. Ef svar við spurningu 2 er já, vegna hversu margra íbúða eru þau stofnframlög og hver er samanlögð fjárhæð nú þegar veittra stofnframlaga?
      4. Hversu margar íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga eru á framkvæmdastigi í Hafnarfirði í dag?
      5. Hversu margar stúdentaíbúðir hafa verið byggðar í Hafnarfirði sl. fjögur ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2017, 2018, 2019 og 2020.
      5. Hversu margar íbúðir eru á framkvæmdastigi innan Hafnarfjarðarbæjar í dag?
      6. Hversu margar íbúðir voru byggðar í Hafnarfirði á sl. fjórum árum? Óskað er sundurliðunar
      eftir árum, þ.e. 2017, 2018, 2019 og 2020.

      Árni Rúnar Þorvaldsson
      Fulltrúi Samfylkingarinnar

    • 2011069 – Félagsleg heimaþjónusta, starfshópur

Ábendingagátt