Fjölskylduráð

26. febrúar 2021 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 437

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Lögð fram 11. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1604079 – Húsnæðisáætlun

      Lögð fram svör fyrir fyrirspurn Samfylkingarinnar um félagslegar íbúðir, húsnæði fatlaðs fólks og um almennar íbúðir.

      Svörum vísað til ráðgjafaráðs um málefni fatlaðra einstaklinga og í starfshóp um endurskoðun á húsnæðisáætlun.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram upplýsingar um ráðningarstyrki Vinnumálastofnunar.

      Áhugi er fyrir því að taka þátt í þessu verkefni af hálfu Hafnarfjarðarbæjar. Sviðsstjóra falið að fylgja þessu verkefni eftir og að drög að samningi verði útbúin og lögð fyrir fjölskylduráð á næsta fundi.

    • 1801074 – Smyrlahraun 41a

      Samþykkt bæjarstjórnar um aðalskipulagsbreytingu er varðar búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Smyrlahrauni 41a kynnt.

      Fjölskylduráð fagnar því að tekin hafi verið ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu að Smyrlahrauni 41a. Með þessari breytingu er búið að staðfesta að lóðin verði nýtt fyrir búsetu fyrir fólk með fötlun.
      Fjölskylduráð felur fjölskyldu- og barnamálasviði að hefja undirbúning, gera þarfagreiningu og skoða mismunandi búsetuform fyrir þennan hóp.

    • 2101599 – Skammtímadvöl, kostnaðarþátttaka

      Lagt fram minnisblað er varðar kostnað vegna fæðis í skammtímavistuninni í Hnotubergi.

      Í reglugerð nr. 1037/2018 um starfsemi og aðbúnað á skammtímardvalastöðum segir m.a. í 7.gr.: Notendur eldri en 18 ára skulu standa straum af kostnaði vegna fæðis á meðan á dvöl stendur.

      Fjölskylduráð samþykkir að fæðisgjald pr. sólarhring á hvern notanda verði 1015 krónur og það gjald fylgi vísitölu neysluverðs.

      Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

      Lagður fram þjónustusamningur um móttöku, aðstoð og þjónustu við hóp flóttafólks.

      Um er ræða samning til eins árs. Hafnarfjarðarbær er nú þegar að þjónusta þessa einstaklinga. Með þessum samningi verður þjónustan við þá efld.

      Fjölskylduráð samþykkir þennan samning til eins árs og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 2102604 – Frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80 frá 2002 til umsagnar

      Frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum lagt fram til kynnir og umsögn fjölskyldu- og barnamálasviðs.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 5/2021-6/2021

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt