Fjölskylduráð

16. júní 2021 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 445

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi
  • Lilja Eygerður Kristjánsdóttir varamaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðu mála á sviðinu í ljósi Covid-19.

      Lagt fram.

    • 1912131 – Hæfingarstöðin Bæjarhrauni

      Halla Harpa Stefánsdóttir, forstöðumaður mætir á fundinn og fer yfir helstu áherslumál í rekstri Hæfingarstöðvarinnar í Bæjarhrauni.

      Fjölskylduráð þakkar Höllu H. Stefánsdóttur kærlega fyrir kynninguna. Óskum um viðbót í starfsemina er vísað til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.

    • 2009222 – Virkni- og atvinnuátak í Hafnarfirði

      Sviðsstjóri fer yfir stöðu virkni- og atvinnuátaks í sveitarfélaginu.

      Lagt fram.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Íris Björk Pétursdóttir, sérfræðingur á fjármálasviði mætir á fundinn og gerir grein fyrir stöðu NPA samninga.

      Frestað.

    • 1903560 – Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði

      Ólafur Heimir Guðmundsson, sérfræðingur á fjármálasviði mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Ólafi H. Guðmundssyni kærlega fyrir kynninguna.

    • 1801069 – Umboðsmaður Alþingis, utangarðsfólk, húsnæðisvandi, frumkvæðisathugun

      Fjölskylduráð hefur lagt á það áherslu að fundin verði lausn á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Ráðið hefur m.a. bókað að rætt verði við nágrannasveitarfélögin varðandi samstarf og að hafin verði undirbúningur að uppsetningu smáhýsa fyrir þennan hóp.

      Velferðanefnd Kópavogs bókaði á fundi sínum þann 31.05.2021: ,, Velferðarráð tekur undir fyrirliggjandi greinargerð um nauðsyn þess að stofna til viðeigandi húsnæðisúrræða sem mæta þörfum íbúa sem glíma við alvarlegan fíknivanda og annan vanda með áherslu á bata og endurhæfingu í búsetu. Um langtímaverkefni er að ræða og leggur ráðið áherslu á áframhaldandi samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna framgangs þess og eru Hafnarfjörður og Garðabær nefnd þar sérstaklega. Lagt er til að sveitarfélögin ráði sameiginlega sérstakan verkefnastjóra til að vinna að framgangi verkefnisins, þ.m.t. undirbúningi, innleiðingu og framkvæmd í samræmi við stefnu sveitarfélaganna í málaflokknum.“

      Fjölskylduráð tekur undir þessa bókun velferðanefndar í Kópavogi og felur sviðsstjóra, í samvinnu við sviðsstjóra í Kópavogi og Garðabæ, að kostnaðargreina hvað verkefnastjóri mun kosta sveitarfélögin og leggja fram tillögu að skiptingu á kostnaði milli sveitarfélaganna.

      Málið hefur einnig verið rætt á vettvangi SSH og er einhugur stjórnenda í velferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu um áherslur.

    • 0702035 – Heilsugæsla á Völlum

      Búið er að taka frá lóð fyrir heilsugæslu og hjúkrunarheimili í Hamranesi. Á Völlunum, Hamranesi og Skarðshlíð er gert ráð fyrir um 10.000 manna samfélagi. Það er því brýnt að heilsugæsla og hjúkrunarheimili sé staðsett á svæðinu. Fjölskylduráð skorar á ráðuneytið að hefja viðræður við sveitarfélagið um byggingu heilsugæslu og hjúkrunarheimilis á Völlunum.

    • 2106256 – Eldri borgarar, nýting húsnæðis hjá Hafnarfjarðarbæ

      Fjölskylduráð óskar eftir því við mennta- og lýðheilsusvið að skoðað verði hvort það sé hægt að nýta grunnskólabyggingar fyrir viðburði og námskeið fyrir eldri borgara. M.a. hægt að hafa námskeið í list- og verkgreinastofum, nýta íþróttahús og fleira. Stór hluti rýmis í grunnskólunum er ekki nýttur um helgar og frá 15. júní til 15.ágúst. Mikilvægt að skoða hvort hægt sé að efla þjónustu við eldri borgara í hverfunum með því að nýta skólahúsnæðið á þeim tímum sem fáir eru í byggingunum.

      Tillögunni vísað í fræðsluráð.

    • 2106257 – Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að taka saman kostnað við slíka gjöf sem á að innihalda eitt og annað sem börn þurfa fyrstu mánuðina. Gjöfin er hugsuð fyrir nýfædda Hafnfirðinga og foreldra þeirra. Mikilvægt að taka samtal við heilsugæsluna um það hvað væri heppilegt að slík gjöf mundi innihalda. Gjöf til nýfæddra íbúa tíðkast m.a. á Norðurlöndunum og væri gott að kanna hvernig framkvæmd á þessu er þar. Kostnaðargreining á verkefninu þarf að vera annars vegar hvað ein slík gjöf kemur til með að kosta og hvað áætlað er að kostnaður verði mikill á einu ári.

    • 2106192 – Bréf til allra sveitarstjórna, forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

      Lagt fram.

    • 2101642 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXXVI. landsþing 2021

      Lögð fram skýrsla um framtíðaráskoranir sveitarfélaga.

      Lagt fram.

Ábendingagátt