Fjölskylduráð

13. ágúst 2021 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 446

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 23.júní s.l. varðandi kosningu í fjölskylduráð til eins árs.

      Lagt fram.

      Fjölskylduráð er þannig skipað:
      – Valdimar Víðisson, formaður.
      – Helga Ingólfsdóttir, varaformaður.
      – Kristjana Ósk Jónsdóttir, aðalfulltrúi.
      – Árni Rúnar Þorvaldsson, aðalfulltrúi.
      – Árni Stefán Guðjónsson, aðalfulltrúi.
      – Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, áheyrnafulltrúi.
      – Sigurður Þ. Ragnarsson, áheyrnafulltrúi.
      – Linda Hrönn Þórisdóttir, varafulltrúi.
      – Erla Ragnarsdóttir, varafulltrúi.
      – Sólon Guðmundsson, varafulltrúi.
      – Sigríður Ólafsdóttir, varafulltrúi.
      – Daði Lárusson, varafulltrúi.
      – Sævar Gíslason, varaáheyrnafulltrúi.
      – Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, varaáheyrnafulltrúi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Vinnuferli og tímalína fjárhagsáætlunargerðar og fjárhagsstaða sviðsins. Guðmundur Sverrisson mætir á fundinn.

      Lagt fram til kynningar. Umræður.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðu mála í ljósi Covid-19.

      Umræður.

    • 2106257 – Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga

      Tryggvi Rafnsson, verkefnastjóri á þjónustu- og þróunarsviði mætir á fundinn.

      Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að leita tilboða í verkefnið.

      Bæjarlistinn hefur fyrirspurnir varðandi gjafir til nýrra Hafnfirðinga.

      -Undir hvaða bókhaldslið flokkast þessi fjárfesting?

      -Hvernig verður innkaupum háttað?

      -Hvernig verður eftirfylgni og afhendingu háttað?

      -Verður tekið tilliti til umhverfissjónarmiða, s.s. taubleyjur, fjárfesting í plasti, árvekni gegn mansali (hvar framleitt og af hverjum), o.s.frv.

      -Er þarfagreining til staðar, þ.e. hvað nýtist nýbökuðum foreldrum best?

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Lagt fram erindi frá formanni stjórnar Vinabæjar.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að skila minnisblaði á næsta fundi ráðsins þar sem fram kemur mat á erindi formanns Vinabæjar.

    • 1910033 – Alzheimersamtökin á Íslandi, umsókn Lífsgæðasetur St.Jó.

      Lagt fram erindi Alzheimersamtakanna frá 23.júní s.l. varðandi styrk til þess að bjóða upp á þjónustu sálfræðings.

    • 2107270 – Rjóðrið, þjónusta við langveik börn

      Lagt fram bréf frá Landspítala varðandi þjónustu við langveik börn.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að fylgja þessu eftir á vettvangi SSH. Landsspítalinn er með þessu bréfi að segjast hvorki hafa pláss né mannskap til að sinna öllum þeim börnum sem eru í þjónustu í Rjóðrinu. Sveitarfélögin þurfa að óska eftir samtali við heilbrigðisráðuneytið um þessa ákvörðun. Mikilvægt að þjónusta við langveik börn sé tryggð hjá Landsspítalnum.

    • 2006310 – Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs

      Kynnt staða mála varðandi sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk til tekjulágra heimila.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 19/2021-20/2021.
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt