Fjölskylduráð

27. ágúst 2021 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 447

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13.ágúst sl. um forsendur fjárhagsáætlana 2022-2026.

      Lagt fram.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Lagður fram viðauki. Guðmundur Sverrisson frá fjármálasviði mætir á fundinn og fer yfir fyrirliggjandi viðauka.

      Frestað.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lagðar fram rekstrarupplýsingar varðandi NPA samninga 2020 og 2021. Íris Björk Pétursdóttir, sérfræðingur á fjármálasviði mætir á fundinn.

      Umræður.

    • 2106257 – Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga

      Tryggvi Rafnsson, verkefnastjóri á þjónustu- og þróunarsviði mætir á fundinn og fer yfir stöðu verkefnisins.

      Umræður.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðu mála í ljósi Covid-19.

      Fjölskylduráð vill koma á framfæri þakklæti til starfsmanna sviðsins fyrir óeigingjarnt, faglegt og einstaklega öflugt starf á þessum Covid tímum.

    • 2108316 – Félagslegt húsnæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar, Miðflokkurinn, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Miðflokksins:
      Úthlutunarreglur um félagslegt húsnæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Fyrirspurn Miðflokksins.

      Biðlistar eru eftir félagslegu hússnæði í Hafnarfirði og hefur svo verið um árabil. Óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi:

      1. Hvernig eru úthlutanarreglur sem Fjölskyldu- og barnamálasvið notar við röðum fólks á biðlista eftir félagslegu hússnæði.
      2. Hvaða reglur gilda til að fólk fari í forgangshóp?
      3. Hvernig er haldið utan um biðlistana, eru umsækjendur reglulega upplýstir um hvar þeir er á listanum?
      4. Hve margar úthlutanir hafa verið á félagslegu húsnæði síðan 2014? Óskað er eftir að skipta fjöldanum niður á hvert ár frá þessum tíma að telja.
      5. Hve margir eru á biðlista núna eftir félagslegu húsnæði og hve margir af þeim teljast í forgangshópi?
      6. Hvernig hefur þróun á lengd biðlista verið frá 2014?
      7. Eru vanskil í félagslega kerfinu og ef svo er hvert er hlutfall þeirra.
      8. Hve margir útburðir hafa verið í kerfinu frá 2014 að telja. Óskað er eftir að skipta fjöldanum niður á hvert ár frá þessum tíma að telja.
      9. Hve margar félagslegar íbúðir á Húsnæðisskrifstofan og hve margar íbúðir hafa verið keyptar á þessu kjörtímabili?
      10. Hve margar íbúðir hafa verið seldar á þessu kjörtímabili?

      Virðingarfyllst.
      Sigurður Þ. Ragnarsson
      Bæjarfulltrúi Miðflokksins.

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Lagt fram minnisblað vegna undirbúnings nýs búsetukjarna ásamt gátlista.

      Umræður.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 21/2021
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt