Fjölskylduráð

24. september 2021 kl. 13:30

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 449

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Guðríður Guðmundsdóttir staðgengill sviðsstjóra sat fundinn í fjarveru sviðsstjóra.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Guðríður Guðmundsdóttir staðgengill sviðsstjóra sat fundinn í fjarveru sviðsstjóra.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Á fundinn eru boðaðir fulltrúar frá Öldungaráði, Ráðgjafarráði fatlaðs fólks og Fjölmenningarráði vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

      Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Öldungaráðs og Fjölmenningarráðs kærlega fyrir gott innlegg.
      Umræður.

      Fulltrúi ráðgjafaráðs fatlaðs fólks boðaði forföll.

    • 2108316 – Félagslegt húsnæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar, Miðflokkurinn, fyrirspurn

      Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins um félagslegt húsnæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

      Fulltrúi Miðflokksins þakkar Fjölskyldu og barnamálasviði og Sigríði Ólafsdóttur skýr svör við fyrirspurn minni.
      Sigurður Þ. Ragnarsson
      fulltrúi Miðflokksins í fjölskylduráði.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lagðar fram upplýsingar um NPA samninga. Sérfræðingar frá fjármálasviði mæta á fundinn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja áherslu á að taxtar Hafnarfjarðarbæjar séu með þeim hætti að notendur NPA séu ekki vanda um hver mánaðamót að láta enda ná saman. Eðlilegast væri að fylgja töxtum NPA miðstöðvarinnar. Alvarlegt er ef notendur NPA eru settir í þá aðstöðu að þurfa að nýta sér færri tíma en þeim er úthlutað vegna þess að taxti Hafnarfjarðarbæjar dugar ekki til þess að notendur geti nýtt sér þá tíma sem þeir eiga rétt á. Þessu þarf að bregðast við strax.

      Fulltrúar sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra óska bókað:
      Timagjald í NPA þjónustu er ákvarðað í samræmi við raunkostnaði notenda og hækkar árlega í samræmi við launavísitölu. Allt utanumhald um samninga og skil notenda hefur verið rýnt með það skýra markmið að tryggja fagmennsku og að notendur NPA fái þjónustu samkvæmt fyrirliggjandi samningum.

    • 0702054 – Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort

      Lagðar fram upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrki eldri borgara. Guðmundur Sverrisson frá fjármálasviði mætir á fundinn.

    • 2106257 – Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga

      Lögð fram kynning á útfærslu verkefnisins.

      Fjölskylduráð þakkar vinnuhópnum fyrir þeirra störf. Tillaga vinnuhópsins er samþykkt.
      Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag. Gjöfin er til þess að bjóða nýfædda Hafnfirðinga velkomna í samfélagið. Við ákvörðun á því hvað gjöfin á að innihalda voru umhverfissjónarmið m.a. höfð að leiðarljósi, notagildi og að gjöfin væri kynlaus.
      Fjölskylduráð felur vinnuhópnum að kynna þetta fyrir bæjarbúum og að fyrsta gjöfin verði afhent eins fljótt og hægt er.
      Fjölskylduráð leggur til að gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga verði kölluð krúttkarfan.
      Vísað í bæjarstjórn til kynningar.

      Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlista, Viðreisnar og Miðflokks styðja ekki afgreiðslu þessa máls. Áætlaður kostnaður á þessu kosningaloforði Framsóknarflokksins er rúmar 5 milljónir á næsta ári. Markmið verkefnisins eru óljós og undirrituð telja að hægt væri að nýta fjármuni bæjarbúa mun betur og með skilvirkari hætti í þágu barnafjölskyldna í bænum.

      Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    • 2006310 – Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs

      Lögð fram drög að reglum vegna sérstaks íþrótta- og tómstundastyrks.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 22/2021-23/2021
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

      Lagðir fram fjórir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála.

Ábendingagátt