Fjölskylduráð

18. október 2021 kl. 14:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 451

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi

Guðríður Guðmundsdóttir staðgengill sviðsstjóra sat fundinn í fjarveru sviðsstjóra.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Guðríður Guðmundsdóttir staðgengill sviðsstjóra sat fundinn í fjarveru sviðsstjóra.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Sérfræðingar fjármálasviðs mæta á fundinn og fara yfir drög að fjárhagsáætlun sviðsins.

      Ráðning verkefnastjóra vegna heimilislausra. Samstarfsverkefni.
      Hafnarfjörður tekur þátt í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur um ráðningu verkefnastjóra vegna heimilislausra. Hlutverk verkefnastjóra er þá að samræma aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og koma með tillögur að lausnum.
      Kostnaður á ári er 12.500.000 kr. og hlutur Hafnarfjarðar er þá rúmlega 3.600.000 kr. á næsta ári.

      Breyting á grunnviðmiði tekjutengingar
      Grunnviðmið tekjutengingar verði hækkuð í 351.000 kr. úr 322.000 kr. Þetta leiðir af sér að fleiri sem eru tekjulágir munu falla undir hærri afsláttarkjör vegna heimaþjónustu.
      Viðmið varðandi frístundastyrk hækkar í hlutfalli við þessa hækkun og geta þá fleiri nýtt sér frístundastyrk en áður.

      Hækkun greiðslna til stuðningsfjölskyldna
      Lagt til eftirfarandi breyting á gjaldskrá:
      – Umönnunarflokkur 1 fari úr 30.926 kr. og í 37.961 kr.
      – Umönnunarflokkur 2 fari úr 24.009 kr. og í 29.376 kr.
      – Umönnunarflokkur 3 fari úr 22.419 kr. og í 24.878 kr.
      Viðmið er gjaldskrá í Mosfellsbæ sem eru næst hæstir þegar borin eru saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.
      Áætluð kostnaðaraukning er 5,5 milljónir á ári.

Ábendingagátt