Fjölskylduráð

19. nóvember 2021 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 455

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Linda Hrönn Þórisdóttir varamaður
  • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Lagðar fram tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun sem vísað var til fjölskylduráðs frá bæjarstjórn 10. nóvember 2021.

      Tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun sem vísað var til fjölskylduráðs frá bæjarstjórn 10. nóvember 2021 eru lagðar fram og teknar til skoðunar. Afgreiðslu vísað til næsta fundar.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um notendastýrða persónulega aðstoð. Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu mætir á fundinn.

      Frestað.

    • 2006310 – Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs

      Lögð fram drög að uppfærðum reglum vegna sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir tekjulág heimili.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um úhlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum haustönn 2021 og vísar þeim til bæjarstjórnar.

    • 2111061 – Húsnæðismál, Samfylkingin, fyrirspurn

      Lögð fram svör við fyrirspurn Samfylkingarinnar vegna húsnæðismála.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör við fyrirspurnum Samfylkingarinnar um húsnæðismál sem lögð var fram á fundi fjölskylduráðs þann 1. nóvember sl. Þær upplýsingar sem fram koma í svörunum sýna að mikilvægt er að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu í Hafnarfirði enda horfum við nú upp á íbúafækkun í bænum í fyrsta sinn í tugi ára. Svörin sýna einnig að nauðsynlegt er að hraða fjölgun íbúða í félagslega kerfinu til þess að mæta þeirri brýnu þörf sem er til staðar í kerfinu þannig að hægt verði að stytta biðtíma og koma til móts við einstaklinga í brýnni þörf.

      Fulltrúi Viðreisnar tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

    • 1912142 – Barnavernd, úttekt

      Lagðar fram niðurstöður úttektar í barnavernd.

      Lagt fram.

Ábendingagátt