Fjölskylduráð

3. desember 2021 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 456

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Erla Sigríður Ragnarsdóttir varamaður
  • Lilja Eygerður Kristjánsdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Arnar Pálsson, ráðgjafi frá Arcur mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Arnar Pálssyni fyrir góða kynningu.
      Umræður.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Sérfræðingar hagdeildar mæta á fundinn og leggja fram 10 mánaða uppgjör fjölskyldu- og barnamálasviðs.

      Lagt fram. Umræður.

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Sérfræðingar hagdeildar fara yfir lykiltölur sviðsins.

      Lagt fram. Umræður.

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Eftirfarandi tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun voru lagðar fram á fundi bæjarstjórnar 10. nóvember sl. Eru lagðar hér fram í fjölskylduráði til afgreiðslu.

      1. Miðflokkurinn leggur til að sett verði eyrnamerkt fjárhæð til að efla kennslu eldriborgara í snjallvæðingu með snjalltölvum. Slíkt vinnur gegn félagslegri einangrun eldri borgara og getur í mörgum tilvikum aukið lífsgleði þeirra.

      Þetta verkefni fór af stað árið 2021. Tæplega 100 einstaklingar skráðu sig á námskeið síðasta sumar, ýmist fyrir byrjendur eða fyrir lengra komna. Sótt var um fjármagn til að halda þessi námskeið og fyrir árið 2022 er verið að leita leiða til að geta boðið uppá námskeið með sama sniði eins og í sumar, allt árið um kring. Einn möguleiki, sem er í skoðun, er að ráða inn starfsmann í tímavinnu í stuðningsþjónustu en að þátttakendur greiddu einnig vægt gjald fyrri hvern tíma sem þau nýta sér.
      Í ljósi þessa er telur meirihluti fjölskylduráðs ekki þörf á að eyrnamerkja sérstaklega fjármagn í þetta verkefni og synjar því tillögu Miðflokksins.

      Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar segja já. Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokks segja nei. Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

      Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun.

      Það hvort peningar séu til, til að halda úti nauðsynlegri þjónustu við eldriborgara, í þessu tilviki kennslu til notkunar snjalltækja, er spurning um forgangsröðun. Núverandi meirihluti Sjálfstæðiflokks og Framsóknar hefur lagt mikla áherslu á stuðning við barnafjölskyldur sem er vel. En það verður að jafnframt að efla stuðning, svo sem kostur er, við eldri borgara. Þessi tillaga gengur út á heilsueflingu, Hafnarfjörður kallar sig jú heilsueflandi bæ. Félagsleg einangrun getur leitt til ýmissa sjúkdóma, s.s. þunglyndis og kvíða sem koma má í veg fyrir með auknum lífsgæðum þ.m.t. að vera í samskiptum við einstaklinga og stofnanir í gegnum snjalltæki. Því telur fulltrúi Miðflokksins þetta eitt af mikilvægu forgangsmáli í þágu eldri borgara.

      Fulltrúar meirihlutans ítreka að fjárhagslegt svigrúm er til staðar fyrir þetta verkefni. Það er fullur stuðningur meirihlutans við heilsueflingu og vellíðan eldri borgara.

      2. Viðreisn leggur til að bætt verði við stöðugildi sálfræðings hjá Brúnni.

      Verklag Brúarinnar hefur nú þegar náð að festast í sessi og sannað gildi sitt. Nú eru 5 stöðugildi í fjölskyldu- og skólaþjónustuteymi sem fylgir eftir innleiðingu og verkferlum Brúarinnar. Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir auknu fjármagni í sérfræðiþjónustu til að styðja við börn og fjölskyldur. Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna taka gildi um áramótin og er ætlunin að fjármagn frá ríki fylgi umræddum lögum. Í ljósi þessa er telur meirihluti fjölskylduráðs ekki tímabært að bæta við stöðugildi sálfræðings hjá Brúnni og synjar því tillögu Viðreisnar.

      Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar segja já. Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokks segja nei. Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

      Fulltrúi Viðreisnar óskar bókað: Viðreisn þykir miður að meirihluti Fjölskylduráðs skuli ekki ætla að styðja við fjölgun sálfræðinga á vegum Brúarinnar. Starfsfólk Brúarinnar sinnir afar mikilvægu starfi er lítur að heilsu og velferð barna og ungmenna í Hafnarfirði, en tilgangur úrræðisins er m.a. sá að auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra. Hafnarfjörður tekur nú þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag og því telur Viðreisn það vera forgangsmál að réttindi og velferð allra barna innan sveitarfélagsins séu tryggð, en ráðning í auka stöðugildi sálfræðings hjá Brúnni væri þar gott skref í rétta átt. Viðreisn leggur áherslu á það að málið verði skoðað að nýju eins fljótt og auðið er.

      Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokks bóka:
      Eins og komið hefur fram þá er nú þegar gert ráð fyrir auknu fjármagni í sérfræðiþjónustu til að styðja við börn og fjölskyldur. Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna taka gildi um áramótin og er ætlunin að fjármagn frá ríki fylgi umræddum lögum. Í ljósi þessa er telur meirihluti fjölskylduráðs ekki tímabært að bæta við stöðugildi sálfræðings hjá Brúnni og synjar því tillögu Viðreisnar. Að því sögðu þá er afar mikilvægt að fram komi mikill stuðningur meirihlutans við verkefnið, enda hefur starfsemi Brúarinnar nú þegar sýnt gildi sitt til stuðnings fjölskyldufólks í Hafnarfirði og því er fyrirséð að verkefninu verði fylgt vel eftir til framtíðar.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista lögðu fram eftirfarandi tillögu á fundi fjölskylduráðs þann 01.11. sl.
      NPA samningar
      Lagt er til að taxtar NPA samninga bæjarfélagsins verði hækkaðir í samræmi við taxta NPA miðstöðvarinnar en þeir miðast við kjarasamninga Eflingar.

      Greinargerð: Það er skýr krafa á notendur NPA og umsýsluaðila að þeir fari eftir ákvæðum kjarasamninga í framkvæmd NPA samninga. Til þess að það geti gengið eftir þá verða sveitarfélögin að taka mið af því. Verið er að vinna í þessu innan sviðsins. Þeirri vinnu er ekki lokið. Á fundi ráðsins þann 19.11.2021 nk. verður yfirferð á reglum NPA, tímagjald og gjaldskrá til umfjöllunar og afgreiðslu. Tillögunni er vísað til þess fundar.

      Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:
      Ekki liggur fyrir hækkun á taxta NPA miðstöðvarinnar miðað við 1. janúar 2022 og því ekki hægt að sinni að taka afstöðu til tillögunnar.

      Greinargerð:
      Frá því nýjar reglur um NPA voru samþykktar í bæjarstjórn um mitt ár 2020 hefur tímagjald fyrir þjónustu fylgt launavísitölu og hækkað um áramót. Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 taka mið af því. Yfirferð sviðsins á núgildandi samningum hefur verið ítarleg og áfram verður unnið að því að tryggja að þjónusta við notendur verði í samræmi við lög og samninga og reglur þar að lútandi.

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista lýsa yfir vonbrigðum með þessa afgreiðslu meirihluta fjölskylduráðs. Í lögum og reglugerð um NPA samninga kemur skýrt fram að umsýsluaðilar NPA beri vinnuveitendaábyrgð. Framlagi til launakostnaðar er ætlað að standa undir launum og launatengdum gjöldum aðstoðarfólks og skal framlagið taka mið af kjörum aðstoðarfólks samkvæmt gildandi kjarasamningum hverju sinni. Mikilvægt er að ákvarðanir Hafnarfjarðarbæjar um tímagjald vegna NPA samninga séu gagnsæjar og fyrirsjáanlegar og séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ekki greiðir tímagjald skv. útreikningum NPA miðstöðvarinnar. Notendur NPA í Hafnarfirði eiga að sitja við sama borð og notendur í öðrum sveitarfélögum og eiga heimtingu á því að taxtar NPA samninga séu í samræmi við gildandi kjarasamninga.

      Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingar og Bæjarlista:
      1. Hvað er gert ráð fyrir mörgum nýjum NPA samningum í fjárhagsáætlun næsta árs og í þriggja ára áætlun Hafnarfjarðar?
      2. Er biðlisti eftir NPA samningum í dag?
      3. Hversu lengi þurfa umsækjendur að jafnaði að bíða frá því þeir sækja um NPA samning þar til niðurstaða liggur fyrir?
      4. Hefur einhverjum umsóknum um NPA verið hafnað hjá Hafnarfjarðarbæ?

    • 2111098 – Ársskýrsla fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar 2020

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt