Fjölskylduráð

21. janúar 2022 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 458

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2201510 – Sóltún, heimahreyfing

      Halla Thoroddsen, framkvæmdastjóri Sólvangs mætir á fundinn og kynnir Sóltún, heimahreyfingu.

      Fjölskylduráð þakkar Höllu Thoroddsen fyrir góða kynningu.
      Umræður.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðu mála á sviðinu í ljósi Covid-19

      Fjölskylduráð vill koma á framfæri þakklæti til allra starfsmanna sviðsins fyrir faglega og góða vinnu á þessum krefjandi tímum. Starfsmenn og starfsstöðvar hafa þurft að aðlaga starfsemina og breyta, oft á tíðum með mjög skömmum fyrirvara, til að mæta þessum vágesti sem Covid-19 er.

    • 1808503 – Fjölmenningarmál

      Ólafía Björk Ívarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Ólafíu B. Ívarsdóttur fyrir góða kynningu.
      Umræður.

    • 2111118 – Fólk á flótta

      Ægir Örn Sigurgeirsson, deildarstjóri flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd mætir á fundinn og fer yfir stöðu málaflokksins.

      Fjölskylduráð þakkar Ægi Erni Sigurgeirssyni fyrir góða kynningu.
      Umræður.

    • 2112289 – Barnavernd, breytt skipan

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að vinna þetta áfram í samvinnu við sviðsstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fjölskylduráð óskar eftir að fá þær tillögur sem koma úr því samtali til umræðu í ráðinu.
      Lagt fram. Umræður.

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Tillögur fjölskylduráðs að áherslum vegna heildarstefnumótunarvinnu Hafnarfjarðarbæjar ræddar.
      Tillögunum vísað til starfshópsins.

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Lagðar fram upplýsingar um byggingu foreldrarekins búsetukjarna í Stuðlaskarði. Staða verkefnisins.

      Frestað.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lagt fram. Umræður.

    Fundargerðir

Ábendingagátt