Fjölskylduráð

18. mars 2022 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 462

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2104173 – Ungmennahúsið Hamarinn, kynning

      Margrét Gauja Magnúsdóttir, forstöðukona Hamarsins mætir til fundarins.

      Fjölskylduráð þakkar Margréti Gauju fyrir góða kynningu.
      Umræður.

    • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

      Lagt fram erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 9.mars sl. vegna móttöku flóttamanna.

      Fjölskylduráð tekur undir hjálagt bréf til félags- og vinnumarkaðsráðherra.

    • 2011573 – Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall

      Samningar um sérhæfða akstursþjónustu, tekjufall.

      Lagt fram. Umræður.
      Fjölskylduráð óskar eftir frekari gögnum sem styðja við beiðni um tekjufallsstyrk.

    • 2202428 – Reglur um stuðningsþjónustu

      Lögð fram umsögn Öldungaráðs um drög að reglum um stuðningsþjónustu.

      Fjölskylduráð þakkar öldungaráði fyrir umsögn um reglurnar.

      Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar þeim í bæjarstjórn til staðfestingar.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðuna á sviðinu í ljósi Covid-19.

      Lagt fram.

    • 1801069 – Umboðsmaður Alþingis, utangarðsfólk, húsnæðisvandi, frumkvæðisathugun

      Lagðar fram upplýsingar um stöðu verkefnisins.

      Fjölskylduráð fagnar því að stjórn SSH hafi samþykkt þá tillögu að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur ráði verkefnastjóra til að vinna að framgangi verkefnis um búsetu fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda, þ.m.t. undirbúningi, innleiðingu og framkvæmd.
      Gert var ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2022. Fjölskylduráð skorar á önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, að klára þetta mál sem fyrst svo hægt sé að ganga frá ráðningu verkefnastjóra.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar þeirri hugmynd að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur stefni að því að ráða verkefnastjóra til þess að vinna að þessu verkefni. Í áliti Umboðsmanns Alþingis frá 2017 var brýnt fyrir öðrum sveitarfélögum en Reykjavík að sinna skyldum sínum skv. lögum gagnvart utangarðsfólki í húsnæðisvanda þar sem það hefði aðallega komið í hlut Reykjavíkurborgar að þjónusta þennan hóp. Hér er um að ræða hóp í miklum vanda og öruggt húsnæði er lykilforsenda þess að hægt sé að koma til móts við þennan hóp. Þó töluverð vinna hafi farið fram frá því álit Umboðsmanns Alþingis kom fram þá er ljóst að mun meira þarf til svo þjónustan verði með fullnægjandi hætti í Hafnarfirði. Brýnt er að Hafnarjörður setji sér stefnu í þessum málaflokki og fulltrúi Samfylkingarinnar leggur áherslu á að þessari vinnu verði hraðað eins og kostur er.

    • 2202425 – Fátækt barna

      Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um fátækt barna.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf.

      Starfshópur er þannig skipaður:
      – Kristjana Ósk Jónsdóttir frá meirihluta.
      – Linda Hrönn Þórisdóttir frá meirihluta.
      – Árni Rúnar Þorvaldsson frá minnihluta.
      – Björn Páll Fálki Valsson frá minnihluta.

      Sviðsstjóra er falið að boða til fyrsta fundar.

    • 2005507 – Hafnarfjarðarkaupstaður, reglur um fjárhagsaðstoð

      Lagðar fram upplýsingar um áætlaðan kostnaðarauka vegna tillagna um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.

      Lagt fram ? Umræður.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 5/2022
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt