Fjölskylduráð

22. apríl 2022 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 465

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

 • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

   Guðmundur Sverrisson deildarstjóri hagdeildar mætir á fundinn og fer yfir viðauka og stöðu fjárhagsáætlunar sviðsins.

   Lagt fram og vísað til bæjarráðs.

  • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

   Ólafur Heimir Guðmundsson, sérfræðingur á hagdeild fjármálasviðs mætir á fundinn og fer yfir lykiltölur sviðsins.

   Lagt fram.

  • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

   Guðmundur Sverrisson deildarstjóri hagdeildar mætir til fundarins.

   Lagt fram.

  • 2201510 – Sóltún, heimahreyfing

   Fjölskylduráð samþykkir tilboð í DigiRehab, þjálfun og ráðgjöf frá Sóltún Heima. Sviðsstjóra falið að ganga til samninga við Sóltún Heima og koma þessu verkefni af stað.

  • 2204067 – Búsetuúrræði fyrir börn og ungmenni

   Fjölskylduráð Hafnarfjarðar vekur athygli á því úrræðaleysi sem einkennir þjónustu við börn og ungt fólk í fjölþættum vanda. Vistun og þjónusta við þennan hóp hefur færst til sveitarfélaga frá ríki síðasta áratuginn án nokkurra viðræðna. Aðkallandi er að ríkið sinni skyldum sínum við þennan viðkvæma hóp þannig að ágreiningur milli stjórnsýslustiga hamli því ekki að fullnægjandi þjónusta sé veitt. Fjölskylduráð skorar á mennta- og barnamálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra að vinna að fullnægjandi úrlausn þess brýna vanda sem börn og ungmenni í fjölþættum vanda glíma við.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlagðar upplýsingar um þetta mikilvæga mál. Ljóst er að úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hafa meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu verið lögð niður án þess að ný hafi hafi leyst þau af hólmi. Hér hafa einkafyrirtæki stigið inn í og það lendir á sveitarfélögunum að borga. Málefnið er brýnt og aðgerða er þörf strax og ljóst að ábyrgð ráðherra VG og Framsóknarflokksins, sem hafa haft með málaflokkinn að gera á undanförnum árum, er mikil. Margítrekaðar tilraunir til að leita til félagsmálaráðuneytisins án árangurs er svo til vitnis um áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á málinu og það er óásættanlegt með öllu að þjónustunni hafi verið útvistað til einkaaðila án nokkurrar umræðu.

  Fundargerðir

Ábendingagátt