Fjölskylduráð

23. ágúst 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 469

Mætt til fundar

  • Margrét Vala Marteinsdóttir formaður
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Guðmundur Sverrisson og Ólafur Heimir Guðmundsson frá hagdeild fjármálasviðs mæta á fundinn og fara yfir lykiltölur sviðsins.

      Lagðar fram upplýsingar um lykiltölur og stöðu fjárhagsáætlunar fjölskyldu og barnamálasviðs fyrir árið 2022.

    • 1903304 – Sérstakur húsnæðisstuðningur

      Guðmundur Sverrisson, deildarstjóri hagdeildar fjármálasviðs fer yfir forsendur og viðmið varðandi sérstakan húsnæðisstuðning.

      Fjölskylduráð felur sviðinu að uppfæra tekju og eignaviðmið húsnæðisstuðnings til samræmis við uppfærð viðmið félags og vinnumálaráðuneytisins sem eiga að gilda frá 1. júní til ársloka 2022. Jafnframt verði tekið til skoðunar og uppfærslu núverandi skerðingarviðmið í reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakar húsnæðisbætur og gerðar tillögur hjá sviðinu um ný viðmið til samræmis við verðlagsþróun og breytt tekju og eigna viðmið.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Fyrir fundinum liggja upplýsingar um notendastýrða persónulega aðstoð.

      Fjölskylduráð samþykkir að tímagjald NPA samninga í Hafnarfirði taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar. Breytingin verður afturvirk og taki mið af kjarasamningi Eflingar og NPA miðstöðvarinnar frá 1. janúar 2022.

      Málinu er vísað til viðaukagerðar og til samþykktar í bæjarráði.

      Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá og áheyrnafulltrúi Viðreisnar tekur undir bókun Fjölskylduráðs.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að þetta mál hafi loksins verið samþykkt í fjölskylduráði með atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingar. Samfylkingin hefur lengi barist fyrir því að notendur NPA í Hafnarfirði sitji við sama borð og notendur í öðrum sveitarfélögum þar sem stuðst er við útreikninga NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi samninganna. Þeir útreikningar byggja á kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA notenda. Það er hins vegar mjög bagalegt hversu langan tíma það hefur tekið að ná fram þessari niðurstöðu.

    • 2202425 – Fátækt barna

      Fyrir fundinum liggur skýrsla starfshóps um fátækt barna.

      Fjölskylduráð samþykkir að settur verði á fót starfshópur sem hefur það verkefni að vinna að aðgerðaáætlun sem tekur mið af vinnu starfshóps um fátækt barna í Hafnarfirði.

      Sviðstjóra er falið að útbúa drög að erindisbréfi.

    • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

      Staða flóttamanna í sveitarfélaginu kynnt.

      Fjölskylduráð þakkar sviðsstjóra fyrir kynningu á stöðu flóttamanna í sveitarfélaginu. Fjölskylduráð lýsir yfir áhyggjum á þessum málaflokki. Ráðið telur afar mikilvægt að ríkið komi að málum með fullnægjandi fjárstuðningi þannig að hægt sé að veita þessum viðkvæma hópi stuðning og þjónustu.

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Lagðar fram upplýsingar um tilnefningar í fjölmenningarráð.

      Frestað.

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

      Lagðar fram upplýsingar um tilnefningar í Ráðgjafarráð fatlaðs fólks.

      Frestað.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða í máli nr 13/2022.

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 13/2022.
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt