Fjölskylduráð

6. september 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 470

Mætt til fundar

  • Margrét Vala Marteinsdóttir formaður
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Ólafur Heimir Guðmundsson frá fjármálasviði mætir til fundarins og fer yfir forsendur og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1903304 – Sérstakur húsnæðisstuðningur

      Guðmundur Sverrisson og Ólafur Heimir Guðmundsson frá fjármálasviði fara yfir forsendur varðandi sérstakan húsnæðisstuðning.

      Lagt fram til kynningar.

      Fjölskylduráð samþykkir að hækka viðmiðunarfjárhæð vegna mats á áhrifum eigna upp í 6.664.673 kr.

      Málið verður tekið til frekari afgreiðslu á næsta fundi fjölskylduráðs.

    • 2208806 – Fatlað fólk, fjármögnun

      Lagðar fram upplýsingar varðandi heildarendurskoðun laga nr. 38/2018.

      Lagt fram til kynningar.

      Fyrir fundinum liggur skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt skýrslunni hefur umfang þjónstunnar verið mun meira og kostnaðarsamara en ráðgert var við yfirfærsluna frá ríki til sveitarfélaga 2011 og viðvarandi rekstrarhalli farið vaxandi undanfarin ár, einkum meðal fjölmennari sveitarfélaga. Gjöld þeirra umfram markaðar tekjur árið 2020 námu um 8,9 milljörðum króna og hallinn aukist ár frá ári. Fjölskylduráð leggur ríka áherslu á breytta kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og að fullnægjandi fjármagn fáist frá ríki til að standa undir þjónustunni.

    • 2106257 – Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga

      Lagðar fram upplýsingar um framkvæmd “Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga.”

      Lagt fram til kynningar.

      Það er ánægjulegt að sjá hversu vel er tekið á móti nýfæddum Hafnfirðingum. Fjölskylduráð þakkar öllum þeim sem koma að þessu góða verkefni. Ánægjulegt að sjá samvinnu milli stofnanna bæjarins við útfærslu og vinnslu Krúttkörfunnar.

    • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

      Lagðar fram upplýsingar um samræmda móttöku flóttafólks.

      Lagt fram til kynningar.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að óska eftir viðræðum um endurnýjun á samningi um samræmda mótttöku.

    • 2202425 – Fátækt barna

      Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um fátækt barna.

      Lagt fram.

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Lagðar fram upplýsingar um tilnefningar í Fjölmenningarráð.

      Tilnefningar frá Fjölskylduráði eru:

      Aðalmenn:

      Anna Karen Svövudóttir og

      Gundega Jaunlinina

      Varamenn:

      Juliana Kalenikova og

      Kolbeinn Arnaldur Dalrymple

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

      Tilnefningar frá Fjölskylduráði eru

      Aðalmenn:

      Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir

      Kristjana Ósk Jónsdóttir

      Alexander Harðarson

      Varamenn:

      Sindri Mar Jónsson

      Hermann Ingi Stefánsson

      Sviðsstjóra er falið að kalla eftir fulltrúum félagasamtaka í ráðgjafaráð fatlaðs fólks.

Ábendingagátt