Forsetanefnd

10. janúar 2022 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 143

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen forseti
  • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Adda María Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður
  1. Almenn erindi

    • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 12. janúar nk.

    • 2111275 – Sveitarstjórnarkosningar 2022, kjörstaðir

      Til afgreiðslu

      Forsetanefnd leggur til að við sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði 14. maí 2022 verði starfræktir tveir kjörstaðir, sem henti vel dreifingu íbúðabyggðar í bænum: Lækjarskóli og íþróttamiðstöðin Ásvöllum.

      Forsetanefnd þakkar starfsfólki fyrir góða vinnu við undirbúning málsins.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Um leið og fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að loksins eigi að tryggja kjörstað á Völlunum eru það ákveðin vonbrigði að kjörstöðum hafi ekki verið fjölgað í a.m.k. þrjá.

      Til samanburðar hefur Reykjavíkurborg fjölgað kjörstöðum til muna með það að markmiði að bæta aðgengi kjósenda. Þar hefur það verið óopinbert markmið að kjörstaðir séu í göngufæri og geta um 84% íbúa borgarinnar gengið á kjörstað og heim aftur á 30 mínútum.

      Engu að síður er þessi breyting til mikilla bóta og rétt að fagna því.

      Adda María Jóhannsdóttir

Ábendingagátt