Forsetanefnd

30. október 2014 kl. 17:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 20

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Gunnar Axel Axelsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir 1. varaforseti

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1407041 – Forsetanefnd 2014 - 2018

      Tekin fyrir að nýju drög að erindisbréfi nefndarinnar og gerðar nokkrar breytingar.

      Forsetanefnd staðfestir erindibréfið fyrir sitt leyti og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi forsetanefndar.”

    • 1406419 – Áheyrnarfulltrúar í ráðum og nefndum 2014-2018

      Teknar fyrir að nýju tillögur um áheyrnarfulltrúa sem bæjarstjórn vísaði til forsetanefndar á fundi sínum 19. júní sl.$line$Um er að ræða íþrótta- og tómstundanefnd, menningar-og ferðamálanefnd. $line$

      Forsetanefnd synjar framkominni beiðni með 2 atkvæðum gegn 1.$line$Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs óskar eftir að málinu verði vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 1301085 – Reglur um kaup og kjör í stjórnum, ráðum og nefndum,

      Tekið fyrir að nýju.$line$Farið yfir launaþróun miðað við launavísitölu starfsmanna sveitarfélaga.

      Forsetanefnd leggur til við bæjarráð að laun kjörinna fulltrúa taki breytingum í samræmi við nýgerða kjarasamninga.

    • 0706404 – Siðareglur kjörinna fulltrúa

      Tekin fyrir að nýju tillaga um endurskoðun á siðareglum kjörinna fulltrúa sem bæjarstjórn vísaði til forsetanefndar á fundi þann 17. september sl.$line$Farið yfir nokkur dæmi.

      Skoðað á milli funda.

Ábendingagátt