Forsetanefnd

31. ágúst 2015 kl. 08:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 21

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Gunnar Axel Axelsson áheyrnarfulltrúi
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir 1. varaforseti

Auk ofangreindra nefndarmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra nefndarmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Breytingar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð teknar til umfjöllunar. Einkum er um að ræða breytingar sem leiða af samþykkt bæjarstjórnar frá 29. júní sl., breytingar á nefndaskipan og tilflutningur verkefna.

      Forsetanefnd vísar með 2 atkvæðum breyttum samþykktum stjórn Hafnarjfarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
      Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

      Samþykkt um stjórn og fundarsköp eru grunnreglur hvers sveitarfélags sem hver einstök sveitarstjórn setur sér lögum samkvæmt. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vilja að það komi fram að hingað til hafa allar breytingar á Samþykktum Hafnarfjarðarbæjar verið unnar í samstarfi fulltrúa allra flokka.

      Sá háttur hefur verið hafður á að forsetanefnd undirbýr breytingar og hefur undantekningalaust átt fjölda samráðs- og vinnufunda áður en til breytinga hefur komið. Í samræmi við eðli og tilgang samþykktanna hefur sömuleiðis verið lögð höfuðáhersla á að ná þverpóltísktri sátt um tillögur til bæjarstjórnar að breytingum á þeim.

      Hér virðist aftur á móti vera viðhaft það einkennilega vinnulag að halda einn fund í Forsetanefnd þar sem fulltrúar meirihluta tilkynnir fulltrúum minnihlutans um breytingar sem meirhluti ætlar að framkvæma og keyra í gegn í bæjarstjórn.

      Fulltrúar minnihlutans fordæma þessi vinnubrögð og þann augljóslega skort á vilja til eðlilegs samráðs og samvinnu sem í þeim endurspeglast.

      Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar meirihluta fagna vilja minnihluta til samráðs og samstarfs í skipulagsbreytingum hjá Hafnarfjarðarbæ. Sá vilji er gagnkvæmur.
      Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar á breyttu skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Verkefni forsetanefndar er að þessu sinni að undirbúa fyrstu umræðu í bæjarstjórn á breytingum í samþykktum bæjarins sem byggja á fyrrgreindri samþykkt bæjarstjórnar.

Ábendingagátt