Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Auk ofangreindra nefndarmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.
Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar teknar til umfjöllunar eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn sem og ný hafnarreglugerð.
Einkum var til umfjöllunar flutningur frístunda- og forvarnamála milli sviða og staða hafnar í skipuriti.
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:
“Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að leitað verði eftir umsögnum fag- og hagsmunaaðila vegna breytinga á fyrirkomulagi rekstrar frístundaheimila. Leitað verði umsagnar forvarnarfulltrúa, sviðsstjóra fjölskylduþjónustu og menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þá leggjum við til að fengið verði álit innanríkisráðuneytis á því hvort tillögur að breyttri stjórnskipulegri stöðu Hafnarfjarðar séu í samræmi við gildandi lög. Einnig verði óskað umsagnar sérfróðra aðila í hafnarrekstri á faglegum forsendum breytinganna.”
Framkomin tillaga felld með 2 atkvæðum gegn 1.
Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks legga fram eftirfarandi bókun:
“Málefni forvarna- og frístunda: Flutningur málefna forvarna- og frístundamála milli sviða hefur í för með sér rekstrarlegar breytingar en fagleg yfirstjórn stendur óbreytt. Áfram verða yfirmenn á hverri einingu og áfram er leitast eftir sérþekkingu í tómstunda- og félagsmálafræðum. Faglegt bakland verður í höndum miðlægs fagstjóra frístundamála, sem síðan heyrir undir sameinað embætti íþrótta- og forvarnafulltrúa. Rekstrarlega verður stjórnun vissulega á höndum skólastjóra og sú staðreynd mun gefa færi á aukinni samþættingu. Meðal tækifæra sem þar má nefna er að draga úr starfsmannaveltu, þar sem hægt verði að bjóða starfsfólki lengri vinnudag með samþættingu skóla- og frístundastarfs og bæta nýtingu húsnæðis innan skólanna. Vandi frístundastarfsins hjá bænum hefur fyrst og fremst falist í mikilli starfsmannaveltu. Breyting sú sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 29. júní miðar að því að starfsmannaveltan minnki. Faglegt starf hefur verið með ágætum og ásókn í nýtingu frístundaheimila aukist. Betri stöðugleiki í mönnun heimilanna er því forgangsverkefni til að starfið þróist áfram. Fulltrúar meirihlutans árétta þennan ásetning, að faglegt starf breytist ekki nema þá til eflingar samfara minni starfsmannaveltu og bættri aðstöðu innan húsnæðis skólanna. Á grundvelli ofangreinds telja fulltrúar meirihlutans ekki tímabært að óska umsagna sem byggja á því að til standi að breyta faglegu starfi, því svo er ekki. Hins vegar er lagt til að íþrótta- og forvarnafulltrúi komi til næsta fundar forsetanefndar þegar fjallað verður um málefni frístunda- og forvarnarmála.
Höfnin: Fulltrúar meirihlutans taka undir að tillaga að nýrri hafnarreglugerð og drög að breytingum á bæjarmálasamþykkt verði send Innanríkisráðuneyti og óskað staðfestingar á því að tillögur að breytingum séu í samræmi við lög. Jafnframt leggja fulltrúar meirihlutans til að lögmaður sambands sveitarfélaga verði viðstaddur næsta fund forsetanefndar þegar fjallað verður um lagalega hlið skipuritsbreytinga vegna hafnarinnar.
Almennt: Almennt um breytingar á skipuriti sem ákveðnar voru í bæjarstjórn þann 29. júní sl. harma fulltrúar meirihlutans að minnihlutinn skuli ekki hafa komið að undirbúningi málsins eins og eðlilegt hefði verið. Staða umræðunnar um samþykktir bæjarins í kjölfarið endurspeglar ójafnvægi milli aðila í aðdragandanum og er það miður.”
Jafnfram leggja þeir fram eftirfarandi tillögu:
“Forsetanefnd samþykkir að tillaga að nýrri hafnarreglugerð og drög að breytingum á bæjarmálasamþykkt verði send Innanríkisráðuneyti og óskað staðfestingar á því að tillögur að breytingum séu í samræmi við lög. Þess verði óskað að lögmaður sambands sveitarfélaga verði viðstaddur næsta fund forsetanefndar þegar fjallað verður um lagalega hlið skipuritsbreytinga vegna hafnarinnar. Íþrótta- og forvarnafulltrúi mæti á fundinn þegar fjallað verður um flutning frístunda- og forvarnamála milli sviða.”
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
“Málefni forvarna og frístunda: Fulltrúar minnihlutans harma það að tillaga um að leita umsagna fag- og hagsmunaaðila hafi verið felld af fulltrúum meirihlutans. Engin faglegur rökstuðningur liggur að baki tillögunum um færslu verkefna milli sviða og ekki hefur verið leitað umsagna stjórnenda, utanaðkomandi sérfræðinga, foreldra, starfsfólks eða annarra hagsmunaaðila. Á þetta hefur verið ítrekað bent og kallað eftir vandaðri undirbúningi málsins. Þau rök sem hér eru týnd til í bókun fulltrúa meirihlutans í forsetanefnd eru eftiráskýringar sem eðli máls samkvæmt hafa ekki hlotið neina eðlilega umræðu eða skoðun í fagráðum sveitarfélagsins.
Höfnin: Fulltrúar minnihhlutans hafa ítrekað spurt um tilgang þessara breytinga en ekki fengið nein haldbær svör. Á fundi forsetanefndar í dag kom fram að leitað hafi verið með formlegum hætti álits Sambands íslenskra sveitarfélaga á fyrirhuguðum breytingum á rekstrarformi hafnarinnar. Þrátt fyrir að álitið hafi legið fyrir síðan þann 20. ágúst sl., forsetanefnd hafi fundað einu sinni frá þeim tíma og bæjarstjórn hafi verið kölluð saman til fyrri umræðu vegna málsins, var fulltrúum minnihlutans ekki gerð grein fyrir tilvist þessara gagna. Þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hafi á síðasta bæjarstjórnatunfi óskað eftir því bæjarstjóra að hann afhenti fulltrúum minnihlutans öll slík skrifleg gögn málsins brást bæjarstjóri ekki við þeirri beiðni. Hið skriflega álit fékkst afhent í dag eftir fyrirspurn fulltrúa minnihlutans til viðkomandi sviðsstjóra. Óskum við eftir því að álitið verði hér látið fylgja með fundargerð forsetanefndar og þannig gert öllum aðgengilegt eins og reglur sveitarfélagsins gera ráð fyrir.
Almennt: Líkt og fulltrúum meirihlutans ætti að vera orðið ljóst byggir skipurit bæjarins á samþykktum sveitarfélagsins en ekki öfugt. Um breytingar á samþykktum gilda skýr lög sem m.a. kveða á um tvær umræður í bæjarstjórn og staðfestingu ráðuneytis. Eins og margítrekað hefur reyndar komið fram er það ekki rétt sem haldið er fram í bókun meirihlutans um aðkomu minnihlutans að undirbúningi þessa máls. Staðreynd málsins er sú að fulltrúar minnihlutans voru ekki tilbúnir að fallast á þau vinnubrögð sem meirihlutinn ætlaði að viðhafa í kringum kynningu á niðurstöðum og tillögum ráðgjafafyrirtækjanna R3 og Capacent, þess sem kynnt hafði verið fyrir bæjarbúum sem óháð rekstrarúttekt. Félllust fulltrúar minnihlutans ekki á að taka þátt í að ritskoða skýrslur ráðgjafafyrirtækjanna og ákveða hvað almenningur mætti sjá og hvað ekki. Það var hvorki í samræmi við upphaflega samþykkt bæjarstjórnar né hugmyndir okkar um eðlileg og lýðræðisleg vinnubrögð. Við hörmum að forseti bæjarstjórnar skuli ítrekað halda öðru fram og fara þannig gegn betri vitund. Það er okkur ómögulegt að skilja hvaða að tilgangi það á að þjóna.”
Tillaga fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðiflokks samþykkt með 2 atkvæðum. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar telja rétt að fram komi að skrifleg umsögn lögfræðings sambands sveitarfélaga vísar til eldri draga að hafnarreglugerð en ekki þeirra sem rædd voru í fyrri umræðu í bæjarstjórn og forsetanefnd hefur nú til umfjöllunar. Umrædd umsögn barst öllum fulltrúum í forsetanefnd samtímis þann 7. september.”
“Eins og fram kemur í inngangstexta álitsins vísar það til þeirra fyrirætlana sem samþykktar voru af meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn þann 29. júní sl. Í því felst breyting á rekstrarformi hafnarinnar, frá því að vera með höfn með hafnarstjórn í eigu sveitarfélags yfir í málaflokk/svið innan sveitarfélags. Ekki er hægt að sjá á fyrirliggjandi drögum að hafnarreglugerð sem lögð voru fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í síðustu viku að þau áform meirihlutans hafi breyst. Eins og fram kemur í áliti lögfræðinga Sambandsi íslenskra sveitarfélaga byggja þær fyrirætlanir á afar hæpnum lagalegum forsendum og óljóst hvaða tilgangi þær eigi almennt að þjóna.
Það að forsetanefnd hafi ekki fengið aðgang að umræddu áliti og forseti bæjarstjórnar hafi ekki vitað af tilvist þess er að sjálfsögðu grafalvarlegt og hlýtur að kalla á ákveðin viðbrögð að hálfu kjörinna fulltrúa hvort sem þeir tilheyra minnihluta eða meirihluta.”
Siðareglur kjörinnafulltrúa teknar til umfjöllunar.
Lagt fram til umræðu.