Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Auk ofangreindra fundarmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.
Breytingar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð teknar til umfjöllunar.
Geir Bjarnason Íþrótta- og tómstundafulltrú sat fundinn undir umfjöllun um málefni frístundaheimila.
Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur frá Sambandi ísl.sveitarfélaga mætti til fundarins vegna umfjöllunar um stöu hafnarinnar í skipuriti.
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:
Líkt og fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á og fram kemur bæði í áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga og nú innanríkisráðuneytis stangast fyrirætlanir meirihlutans um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hafnarfjarðarhafnar á við meginákvæði hafnalaga. Þá er enn óljóst hvaða tilgangi breytingarnar eigi að þjóna.
Gerum við það að tillögu okkar að hætt verði við allar breytingar á skipulagi hafnarinnar og Hafnarfjarðarhöfn fái að standa sem sjálfstætt B hluta fyrirtæki með sjálfstæða hafnarstjórn og aðskilin fjárhag frá Hafnarfjarðarbæ eins og lög nr. 61/2003 um hafnir kveða á um. Einnig gerum við það að tillögu okkar að Hafnarfjarðarbær færi til fyrra horfs reikningagerð, bókhald, launaútreikninga og launagreiðslur sem færð hafa verið frá höfninni til Hafnarfjarðarbæjar.
Þá bendir innanríkisráðuneytið á að ekki gangi að samþykkja breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og vísa þar í reglugerð sem ekki hafi hlotið formlega yfirferð og samþykki ráðuneytis. Leggjum við því til að önnur umræða um breytingar á samþykktum fari ekki fram fyrr en staðfesting ráðuneytis á reglugerðinni liggur fyrir.
Framkomin tillaga felld með 2 atkvæðum gegn 1.
Fulltrúi Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
Leitað hefur verið álits Sambands íslenskra sveitarfélaga og Innanríkisráðuneytisins á fyrirhuguðum breytingum á hafnarreglugerð Hafnarfjarðarhafnar. Tekið er tillit til ábendinga þessara aðila í þeirri tillögu að hafnarreglugerð sem nú liggur fyrir.
Fulltrúi Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks samþykkja að vísa fyrirliggjandi drögum að samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar og drögum að hafnarreglugerð dags. 14.sept. til annarrar umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúi Vinstri grænna greiddi atkvæði á móti.