Forsetanefnd

14. september 2015 kl. 08:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 23

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Gunnar Axel Axelsson áheyrnarfulltrúi
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir 1. varaforseti

Auk ofangreindra fundarmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir

Auk ofangreindra fundarmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Breytingar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð teknar til umfjöllunar.

      Geir Bjarnason Íþrótta- og tómstundafulltrú sat fundinn undir umfjöllun um málefni frístundaheimila.

      Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur frá Sambandi ísl.sveitarfélaga mætti til fundarins vegna umfjöllunar um stöu hafnarinnar í skipuriti.

      Áheyrnarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:

      Líkt og fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á og fram kemur bæði í áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga og nú innanríkisráðuneytis stangast fyrirætlanir meirihlutans um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hafnarfjarðarhafnar á við meginákvæði hafnalaga. Þá er enn óljóst hvaða tilgangi breytingarnar eigi að þjóna.

      Gerum við það að tillögu okkar að hætt verði við allar breytingar á skipulagi hafnarinnar og Hafnarfjarðarhöfn fái að standa sem sjálfstætt B hluta fyrirtæki með sjálfstæða hafnarstjórn og aðskilin fjárhag frá Hafnarfjarðarbæ eins og lög nr. 61/2003 um hafnir kveða á um. Einnig gerum við það að tillögu okkar að Hafnarfjarðarbær færi til fyrra horfs reikningagerð, bókhald, launaútreikninga og launagreiðslur sem færð hafa verið frá höfninni til Hafnarfjarðarbæjar.

      Þá bendir innanríkisráðuneytið á að ekki gangi að samþykkja breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og vísa þar í reglugerð sem ekki hafi hlotið formlega yfirferð og samþykki ráðuneytis. Leggjum við því til að önnur umræða um breytingar á samþykktum fari ekki fram fyrr en staðfesting ráðuneytis á reglugerðinni liggur fyrir.

      Framkomin tillaga felld með 2 atkvæðum gegn 1.

      Fulltrúi Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:

      Leitað hefur verið álits Sambands íslenskra sveitarfélaga og Innanríkisráðuneytisins á fyrirhuguðum breytingum á hafnarreglugerð Hafnarfjarðarhafnar. Tekið er tillit til ábendinga þessara aðila í þeirri tillögu að hafnarreglugerð sem nú liggur fyrir.

      Fulltrúi Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks samþykkja að vísa fyrirliggjandi drögum að samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar og drögum að hafnarreglugerð dags. 14.sept. til annarrar umræðu í bæjarstjórn.
      Fulltrúi Vinstri grænna greiddi atkvæði á móti.

Ábendingagátt