Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Einnig sat Kristján Sturluson, sviðsstjóri fundinn
Tekið fyrir að nýju.
Til umræðu.
Samþykkt á fundi bæjarstjórnar 14.okt.sl. að vísa liðnum aftur til forsetanefndar. 1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 12.okt.sl. Siðareglur kjörinna fulltrúa tekið fyrir að nýju. Forsetanefnd vísar drögum að siðareglum kjörinna fulltrúa til umræðu í bæjarstjórn
Elva Döggg Ásudóttir Kristinsdóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Einar Birkir Einarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
Í störfum sínum skulu kjörnir fulltrúar koma fram af drengskap og háttvísi og sýna hver öðrum, íbúum, starfsmönnum og viðskiptavinum bæjarfélagsins fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. Þeir skulu hafa hugfast að orðspor allra kjörinna fulltrúa byggist á framgöngu sérhvers kjörins fulltrúa.
Grein 2 myndi því hljóða í heild sinni svona:
2. gr. Starfsskyldur kjörinna fulltrúa Kjörnir fulltrúar skulu í störfum sínum fylgja lögum, reglum og samþykktum Hafnarfjarðarbæjar, sem og sannfæringu sinni. Þeim ber að gæta almannahagsmuna og hagsmuna sveitarfélagsins.
Kjörnir fulltrúar hafa ávallt í heiðri grundvallarreglur góðrar stjórnsýslu í störfum sínum, þ.m.t. gagnsæja og upplýsta ákvarðanatöku á grundvelli lögmætra og málefnalegra sjónarmiða.
Kjörnum fulltrúum ber að starfa af kostgæfni, fyrir opnum tjöldum og vera reiðubúnir að rökstyðja ákvarðanir sínar og tilgreina þá þætti sem ákvarðanir þeirra eru byggðar á. Þeir skulu bera ábyrgð gagnvart bæjarbúum í heild sinni og svara fyrirspurnum almennings um framkvæmd þeirra starfa sem þeir bera ábyrgð á sem kjörnir fulltrúar.
Kjörnum fulltrúum ber að virða fjárhagsáætlun og grundvallarreglur um fjármálastjórn sem tryggja réttmæta og ábyrga meðferð á almannafé sveitarfélagsins.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði til að liðnum yrði vísað aftur til forsetanefndar.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að vísa liðnum aftur til forsetanefndar