Forsetanefnd

12. febrúar 2016 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 27

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður
  1. Almenn erindi

    • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

      Tekið fyrir að nýju. Fundartími bæjarstjórnar.

      Forsetanefnd leggur til að tilraun með að hefja bæjarstjórnarfundi kl. 16:00 verði haldið áfram til loka aprílmánaðar 2016. Á þeim tíma vinni forsetanefnd áfram að því hvernig staðið er að undirbúningi og formi funda með aukið samráð og skilvirkni að leiðarljósi.

      Næsti bæjarstjórnarfundur verður kl. 16:00.

    • 1511106 – Undirnefndir, aukið samráð

      Samþykkt í bæjarstjórn 11.11.2015: Forsetanefnd verði falið að útfæra verklag við samráð milli bæjarstjórnar, fagráða og nefnda bæjarins og fulltrúaráða íbúa, þ.e. öldungaráðs, ungmennaráðs og ráðgjafarráðs í málefnum fatlaðs fólks, auk fjölmenningarráðs þegar það tekur til starfa.

      Greinargerð:
      Innan stjórnkerfis Hafnarfjarðarbæjar eru starfræktar þrjár undirnefndir, þ.e. öldungaráð, ungmennaráð og ráðgjafarráð um málefni fatlaðs fólks sem með einum eða öðrum hætti skulu vera embættismönnum og kjörnum fulltrúum til ráðgjafar, hver á sínu sviði. Nýverið samþykkti bæjarstjórn ennfremur að stofna fjölmenningarráð, sem taka mun til starfa á næstunni.
      Mikilvægt er að efla góð og greið samskipti milli stjórnkerfisins og ofannefndra ráða á öllum sviðum bæjarins. Ráðin falla öll undir málasvið fjölskylduþjónustu, en eiga ekki síður erindi við önnur svið bæjarins.
      Því er lagt til að forsetanefnd skoði og útfæri verklag við samráð innan bæjarkerfisins, sem gæti t.d. verið falið í reglubundnum fundum og/eða með skipun áheyrnarfulltrúa.
      Forsetanefnd skili tillögum til bæjarstjórnar fyrir lok 31.12.2015.

      Almennar umræður um málið, en því frestað áfram til næsta fundar.

Ábendingagátt