Forsetanefnd

22. apríl 2016 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 30

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður
  1. Almenn erindi

    • 1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

      Tekið til umræðu. Ákveðið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar 27.apríl nk.

      Farið yfir dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.

      Rætt um fundartíma bæjarstjórnar og tilraun um breyttan fundartíma sem lýkur í lok apríl. Ákveðið að setja málið á dagskrá næsta fundar bæjarstjórnar, 27. apríl n.k.

    • 1604433 – Sumarleyfi bæjarstjórnar

      Forsetanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi:

      Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar 2016 stendur. Síðasti bæjarstjórnarfundur fyrir sumarleyfi verði 22. júní n.k. og fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 17. ágúst n.k. Ráðsvika skal byrja í viku 32 þ.e. 8. ágúst n.k.

Ábendingagátt