Forsetanefnd

3. júní 2016 kl. 10:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 32

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður
  1. Almenn erindi

    • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

      Farið yfir dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar sem verður þ. 8.júní nk.

      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem verður 8. júní n.k.

    • 1511106 – Undirnefndir, aukið samráð

      Tekið fyrir að nýju

      Málið rætt og frestað til næsta fundar.

    • 1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

      Tekið fyrir að nýju.

      Á fundi bæjarstjórnar 8. júní n.k. liggur fyrir tillaga um samþykkt á reglum um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa. Að því gefnu að reglunar verði samþykktir er ákveðið að á næsta fundi nefndarinnar verði lagt fram drög að rafrænu skráningarblað sem fulltrúar skulu nota við skráningu upplýsinga og jafnframt drög að leiðbeiningar til fulltrúa við skráningu.

Ábendingagátt