Forsetanefnd

20. ágúst 2018 kl. 08:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 66

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen forseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Adda María Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar
  1. Almenn erindi

    • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 22.ágúst nk.

    • 0706404 – Siðareglur kjörinna fulltrúa

      Til umræðu

    • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, breyting

      Lagt fram

    • 1806230 – Kjör og starfsaðstaða kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarkaupstað 2018

      9. liður úr fundargerð Bæjarstjórnar frá 20. júní sl.

      Forseti ber upp svohljóðandi bókun undir þessum lið:

      “Bæjarstjórn samþykkir að fela forsetanefnd að hefja strax endurskoðun reglna bæjarins sem lúta að skipan í ráð og nefndir og greiðslur fyrir þau störf. Þeirri endurskoðun ljúki fyrir 1. október næstkomandi.”

      Er bókunin samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

Ábendingagátt