Forsetanefnd

30. september 2019 kl. 10:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 90

Mætt til fundar

 • Kristinn Andersen forseti
 • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Adda María Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

 • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar
 1. Almenn erindi

  • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

   Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 2.október nk.

  • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, síðari umræða

   Staða yfirstandandi vinnu að breytingum kynnt.

  • 1101355 – Hafnarstjórn, fundartímar

   Til umræðu

   Forsetanefnd leggur til að fundargerðir Hafnarstjórnar verði hluti ef útsendri dagskrá fyrir fundi bæjarráðs sem fram fara í sömu viku.

  • 1809309 – Siðareglur, innsend erindi 2018-2022

   Til umræðu

   Kynnt álit siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Með vísan til framkomins álits telur forsetanefnd ekki tilefni til að aðhafast frekar og telur málinu lokið af sinni hálfu. Álitið hefur þegar verið kynnt aðilum málsins og er ritara forsetanefndar falið að kynna þeim niðurstöðu nefndarinnar.

Ábendingagátt