Forvarnarnefnd

11. febrúar 2008 kl. 17:15

í Mjósundi 10

Fundur 100

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Kynningar

    • 0802001 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Lagt fram til kynningar.

      Farið verður yfir áætlunina á næsta fundi.

    • 0802065 – Heilsugæslan, unglingamóttaka, kynning

      Til fundarins kom Guðrún Guðmundsdóttir yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni Firði. Upp úr aldamótum hófst vinna við Unglingamóttökuna og var hún skilgreind sem tilraunaverkefni, sú fyrsta á höfuðborgarsvæðinu. %0DMarkhópur verkefnisins var ungt fólk 14 – 20 ára. Meginmarkmið móttökunnar er kynfræðsla, minnka ótímabæra þungun, koma í veg fyrir kynsjúkdóma og almenn fræðsla um kynheilbrigði. Seinna bættust við þættir sem miðuðu að því að hafa áhrif á áhættuhegðun ungs fólks s.s. vímuefnaneyslu og vinna með tilfinningaleg og geðræn mál.%0DMóttakan var skipulögð með þarfir ungs fólks í forgrunni; ókeypis heilsugæsla, opið hús – ekki þurfti að panta tíma, húsnæði aðskilið við hefðbundna heilsugæslu, á tíma sem hentar ungu fólki og þar sem almenningssamgöngur voru góðar. Starfsfólk var nokkuð sérhæft og kom fram við unga fólkið af virðingu og áhersla var lögð á jafningjaumhverfi.%0DVaxandi aðsókn var frá ári til árs, meirihluti gesta voru stúlkur en milli 20 – 25% strákar. Guðrún segir að í raun hafi vinsældir móttökunnar orðið henni að falli.%0DEkki hefur tekist að fá yfirstjórn heilsugæslunnar til að leggja fram allt það fjármagn sem þarf til að reka móttökuna. Því var henni lokað síðasta sumar.

      Nefndin þakkar Guðrúnu fyrir góða kynningu.%0D%0DForvarnafulltrúa falið að vinna áætlun sem miði að því að opna aftur Unglingamóttöku innan svæðis heilsugæslunnar í Hafnarfirði.

    Almenn erindi

    • 0711070 – Lögreglan hegningarlagabrot, skemmtanahald í íþróttamannvirkjum

      Forvarnanefnd vill taka undir bókun fjölskylduráðs frá 6. febrúar 2008%0D%0DAð gefnu tilefni ítrekar fjölskylduráð fyrri bókun sína frá 7. nóv. sl. og bókun forvarnarnefndar frá 15. nóv. sl., svohljóðandi: %0D”Vínveitingaleyfi í íþróttamannvirkjum er aðeins veitt vegna árshátíðar eða skemmtana eigenda mannvirkjanna og vegna leigu þeirra til lokaðra einkasamkvæma. %0DEinnig árétta nefndirnar að á þessum lokuðu samkvæmum og skemmtunum skuli farið eftir lögum og reglum er varða aldur gesta, tóbaksvarnir og öryggismála. %0DÍþróttafulltrúa og forvarnafulltrúa er falið að ræða við bæjarlögmann og forsvarsmenn íþróttamannvirkjanna.”

      Samkvæmt upplýsingum þá hafði lögregla ekki mikil afskipti af samkomunni en upplýsingar frá gestum hafa borist um að á samkomunni hafi sumir gestir verið of ungir, dyravörslu var ábótavant gagnvart aldri gesta og unglingar fengu afgreiðslu á barnum.

Ábendingagátt