Forvarnarnefnd

25. febrúar 2008 kl. 17:15

í Mjósundi 10

Fundur 101

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0801334 – Litli hópur, í Hraunvallaskólahverfi

      Forvarnafulltrúi gerði grein fyrir upphafi á starfsemi þverfaglegs samráðshóps í Hraunvallaskólahverfi. Námsráðgjafi, fulltrúi félagsmiðstöðvar, skólastjóri, skólasálfræðingur, fulltrúi félagsþjónustu auk forvarnafulltrúa taka fullan þátt í starfinu. Lögreglan, foreldrar og skólahjúkrunarfræðingur munu tengjast því þegar það á við.

    • 0801332 – Hópastarf, kynning

      Til fundarins kom Erna Sóley Stefánsdóttir forstöðumaður Hraunsins sem er forystufélagsmiðstöð í hópastarfi.

      Félagsmiðstöðin notar hópastarf til að vinna með krökkum sem tilheyra áhættuhópi, þeim sem eru líklegri en aðrir til að neyta vímuefna, lenda í allskyns vanda og þeirra sem eiga við félagslega erfiðleika að stríða. Kennarar og námsráðgjafar vinna með félagsmiðstöðinni að starfinu og aðstoða við að velja í hópana og bjóða börnunum og unglingunum að taka þátt.%0DAð mati Ernu og samstarfsmanna hennar hefur starfið heppnast með ágætum og ýmsar vísbendingar um að hópastarfið nái að styrkja krakkana, tryggja þeim betra gengi í skólanum og auka félagsfærni þeirra.%0DStarfsmenn sem vinna í hópastarfinu hafa fengið sérstaka þjálfun í því og fá handleiðslu og stuðning frá sérfræðingum.

    • 0802108 – Götusmiðjan, rekstur Götuskjóls og Götuheimilis

      Á síðasta fundi Fjölskylduráðs 20. febrúar var óskað eftir umsögn forvarnanefndar á erindi Götusmiðjunnar.

      Forvarnanefnd leggur á það áherslu að Hafnarfjarðarbær starfi með þeim meðferðarstofnunum á höfuðborgarsvæðinu sem hafa skilað góðum árangri.%0D%0DMeðfylgjandi eru ekki nægjanlega góð gögn til að meta þörf fyrir slík verkefni sem Götusmiðjan stefnir að.

    • 0802001 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Drög að framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum í Hafnarfirði voru lögð fyrir á síðasta fundi.

      Nefndarmenn rökræddu um framkvæmdaráætlunina og vinnu verður haldið áfram á næsta fundi.

    • 0802162 – Blátt áfram. Ráðstefna um forvarnir

      Lögð fram kynning á ráðstefnu sem Blátt áfram stendur að og er haldin í Háskólanum í Reykjavík 15. – 16. maí 2008. Markmið ráðstefnunnar er að benda á leiðir til að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum.

Ábendingagátt