Forvarnarnefnd

16. desember 2008 kl. 07:00

í Mjósundi 10

Fundur 115

Ritari

 • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 0810290 – Starfsáætlun 2009

   Aðalmenn forvarnanefndar voru boðaðir á kynningarfund þar sem kynnt var sú vinna sem fram hefur farið á fjölskyldusviði vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.%0DLjóst er að mikillar hagræðingar er krafist í rekstri og eru verkefni forvarnanefndar ekki undanskilin því.%0D%0DForvarnafulltrúi gerði grein fyrir því helsta sem breytist á forvarnasviðinu og hjá Gamla bókasafninu og Músik og mótor.

  • 0809116 – Foreldrarölt

   %0D%0D

   Frestað til næsta fundar.

  • 0811222 – Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar, tóbaksforvarnir

   Þóra Hrönn Njálsdóttir formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar kynnti starf félagsins sem snýr að börnum og forvörnum. %0D%0DÞorgrímur Þráinsson hefur farið á vegum Krabbameinsfélagsins í Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes með fræðsluerindi. Þar leggur hann áherslu á að krakkarnir taki ábyrgð á sjálfum sér og fjallar um heilbrigðan lífstíl.%0D%0DSkólarnir sjálfir hafa beðið um að fá hann aftur og aftur og er Krabbameinsfélagið með hann 4. árið í röð. %0DKrabbameinsfélagið hefur einnig lagt á það áherslu að minnka notkun ljósabekkja og hafa lagt á það áherslu á að ná til fermingabarna.%0D

   <BR&gt;Hvað fær börn til að byrja ekki að neyta tóbaks, er lykilspurningin. Menn eru ekki alveg klárir á því hvað það er sem virkar best. Nauðsynlegt að hafa þetta heildsteypt og að skólinn, foreldrarnir og nærsamfélagið hafi mikilvægu hlutverki að gegna auk jafningjahópsins. Hvetja þarf börn til að lifa heilbrigðu líferni.</DIV&gt;<DIV&gt;

  • 0809308 – Jafnréttismál, skipan starfshóps

   Á þriðja fundi starfshóps vegna jafnréttisátaks í íþrótta- og tómstundastarfi þann 21. nóvember 2009 var eftirfarandi bókað:%0D %0DStarfshópurinn um jafnréttisátak í íþrótta- og tómstundarstarfi leggur til að forvarnarnefnd fari af stað með átak í formi umræðu, fræðslu og kynningarefnis um mikilvægi stuðning foreldra við börn í íþrótta- og tómstundarstarfi. Stuðningur foreldra er mjög mikilvægur þegar kemur af því að sporna við brottfalli barna og unglinga úr íþróttastarfi.%0DEinnig leggur starfshópurinn áherslu á að virkja foreldra í starfi félagsmiðstöðva og opna viðburði félagsmiðstöðva meira fyrir foreldra og gera þá virkari.

   <DIV>Frestað til næsta fundar.</DIV>

  • 0811135 – Aðventa og áramót, forvarnarátak

   Verkefnaáætlun kynnt. En hún snýst um samstarf við foreldrafélög, skóla, félagsmiðstöðvar, lögreglu og bæjaryfirvalda vegna sameiginlegra skilaboða um aðventu og áramót.%0D%0DMarkmiðið er að hvetja fjölskyldur til að eyða saman tímanum um aðventu og áramótunum auk þess að koma í veg fyrir brot á útivistarreglum.%0D%0D

  • 0810149 – Félagsleg aðstoð

   Forvarnafulltrúi kynnti starf Hafnarfjarðarbæjar og framkvæmdanefndarhóps sem stofnaður var sérstaklega til að samhæfa verkefni Hafnarfjarðarbæjar og samstarfsaðila vegna þrenginga á efnahagssviðinu.

Ábendingagátt