Forvarnarnefnd

18. maí 2009 kl. 17:00

í Mjósundi 10

Fundur 121

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0801172 – Forvarnanefnd, húsnæðismál

      Forvarnafulltrúi gaf stutt yfirlit yfir húsnæðismál Gamla bókasafnsins.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Forvarnanefnd minnir á bókun Fjölskylduráðs frá 23. 04. 2008 þar sem lagt er til að segja upp húsaleigusamningi vegna Gamla bókasafnsins.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0905037 – Skemmdarverk, verkferill og málsmeðferð

      Kynntur verkferill vegna skemmdarverka á eignum Hafnarfjarðarbæjar sem unnið verður eftir þegar börn og ungmenni eru gerendur. Verkefnið miðar að því að starfa með lögreglu að því að fara “sáttaleið” sem reynst hefur vel. Þannig þarf gerandi að horfast á við gjörðir sínar og taka þátt í að bæta fyrir skaðann í samráði við lögreglu, tryggingafélag og Hafnarfjarðarbæ.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0701227 – Vínveitingaleyfi

      Nýlega breyttust lög um veitingastaði og vínveitingaleyfi.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Forvarnanefnd tekur undir bókun Fjölskylduráðs þann 29.4. 2009 þar sem lögð er áhersla á að vinnu við endurskoðun lögreglusamþykktar og&nbsp; málsmeðferðarreglna vegna vínveitingaleyfa verði flýtt, m.a. með tilliti til breyttra laga. Fjölskylduráð leggur einnig áherslu á að við gerð umsagna af hálfu bæjarfélagsins verði tryggt að tekið verði tillit til forvarnasjónarmiða.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0905038 – Sumarforvarnir

      Rannsóknir sýna mikla aukningu á áfengis-, tóbaks- og vímuefnaneyslu meðal ungs fólks yfir sumartímann, aðallega hjá nemendum sem útskrifast úr grunnskóla.%0D Á veturna virðist sem ágætlega þétt net forvarna, foreldrar, skólar, félagsmiðstöðvar, félagasamtök, íþrótta- og æskulýðsfélög auk unglinganna sjálfra styðji við heilbrigðan lífstíl. Á sumrin skapast meiri lausung.%0D

      <DIV&gt;<DIV&gt;Forvarnafulltrúi lagði fram minnisblað um ýmis verkefni sem eru í gangi á sumrin.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0905088 – Tómstundanámskeið í sumar. Aukið aðgengi og matarmál

      Forvarnafulltrúi kynnti mál sem Velferðasjóður barna stendur að þar sem markmiðið er að auka aðgengi barna og unglinga að íþrótta-, leikja- og tómstundanámskeiðum um land allt í sumar. Stefnt er að því að lækka og niðurgreiða þátttökugjöldin, bjóða upp á heita máltíð í hádeginu, auka atvinnuframboð fyrir framhaldsskólanemendur, styðja við heimilin, styðja við námskeiðin og tryggja þannig aukið aðgengi barnanna.

      <DIV&gt;Forvarnanefnd telur verkefnið þarft og nauðsynlegt að láta ekki erfiða fjárhagsstöðu koma í veg fyrir þátttöku barna á leikjanámskeiðum. Forvarnafulltrúa er falið að vinna áfram að verkefninu.</DIV&gt;

    • 0905115 – Dagur barnsins

      Dagur barnsins verður 24. maí 2009. Aðilar sem starfa í tengslum við börn og ungmenni eru hvött að hálfu félagsmálaráðuneytisins til að nýta sér daginn, hvetja fjölskyldur til að gera daginn hátíðlegan og eyða honum í faðmi fjölskyldna.

      <DIV&gt;<DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt