Forvarnarnefnd

12. desember 2007 kl. 17:30

í Mjósundi 10

Fundur 97

Ritari

 • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 0711172 – Áramótaátak foreldrafélaga, lögreglu, framhaldsskóla og Hafnarfjarðarbæjar

   Forvarnafulltrúi fór yfir stöðu helstu verkefna.

  • 0711032 – Hagir og líðan barna í Hafnarfirði í 5.-7. bekk, rannsókn 2007

   Rannsókn og greining hefur sent Hafnarfjarðarbæ hluta af rannsókninni þar sem niðurstöður eru fengnar fyrir hvert skólahverfi. Þeim niðurstöðum hefur verið dreift til skólastjóra, formanna foreldrafélaga, námsráðgjafa og forstöðumanni félagsmiðstöðvar og þeir hvattir til að nýta sér rannsóknina%0D

   Forvarnafulltrúa er falið að starfa með skólaskrifstofu að því að fá sérfræðing frá Rannsókn og greiningu og kynna fyrir skólastjórum og öðru fagfólki helstu niðurstöður rannsóknarinnar og benda á hvernig best sé að nýta könnuna.

  • 0710153 – Forvarnarnefnd, vettvangsferð

   Félagsmiðstöðin Músik og mótor heimsótt. Þar er verið að loka aðstöðu fyrir unglingahljómsveitir og vinna unglingarnir og starfsmenn við að setja húsnæðið í upprunalegt horf. Í mótorhluta hússins er mikil virkni í kringum vélhjólin og eru það aðallega strákar sem notfæra sér hina ágætu aðstöðu.%0DFarið var í Drift, Dalshrauni 10 þar sem verið er að búa til aðstöðu fyrir unglingahljómsveitir til æfinga og upptöku. Þar verða ein 10 herbergi til æfinga, lítið hljóðupptökuver og aðstaða til þess að stunda annað félagslíf. Vinna við verkið virðist vera á eftir áætlun en stefnt var að því að fá húsnæðið tilbúið undir starfsemi um áramót.

  • 0712082 – Ársyfirlit Litla hóps 2007

   Lagt fram yfirlit frá Litla hópi um helstu viðfangsefni ársins.

  • 0712083 – Starfsáætlun Gamla bókasafnsins, forvarnanefndar og Músik og Mótor fyrir árið 2008 - Drög

   Forvarnafulltrúi lagði fram drög að starfsáætlun Gamla bókasafnsins, forvarnanefndar og Músik og mótor fyrir árið 2008.

  • 0712077 – Starf um jól og áramót

   Forvarnafulltrúi fór yfir þá starfsemi sem börnum er boðið upp á í kringum hátíðarnar í Hafnarfirði.

   Forvarnanefnd telur það starf sem miðar að því að ná til ungs fólks í áhættuhópi sé nauðsynlegt þá daga sem skóli er ekki. Aukið starf í Mótorhúsinu, Götuvitanum og Gamla bókasafninu er gott fordæmi.

Ábendingagátt