Fræðsluráð

13. ágúst 2007 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 140

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0708039 – Allir mæta kl. 8:15%0D%0D%0DSkipan bæjarstjórnar frá 26. júní sl. í fræðsluráð og kosning varaformanns.

      Fræðsluráð.%0DEllý Erlingsdóttir Læjarbergi 3%0DGuðni Kjartansson Breiðvangi 18%0DHafrún Dóra Júlíusdóttir Kjóahrauni 18%0DRósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7%0DGestur Svavarsson Breiðvangi 30%0DVaramenn:%0DAldís Yngvadóttir Traðarbergi 9%0DHelga H. Magnúsdóttir Blómvangi 8%0DValgeir Þ. Sigurðsson Laufangi 1%0DHelga R. Stefánsdóttir Sævangi 44%0DSylvía B. Gústafsdóttir Þrastarhrauni 1

      Guðni Kjartansson kjörinn varaformaður

    • 0708036 – Viðauki við samning Hafnarfjarðarbæjar og Sláturfélags Suðurlands

      Lagður fram viðauki við samning Hafnarfjarðarbæjar og SS

    • 0708034 – Jónas Hallgrímsson/Dagur íslenskrar tungu 2008

      Lagt fram bréf frá Bókaútgáfunni Hólum þar sem farið er fram á stuðning við útgáfu bókar, ætlaðri 7. bekkjum grunnskóla, þar sem fjallað verður um ævi Jónasar og skáldskap hans.%0D%0D%0D%0D

      %0D%0DFulltrúi VG leggur fram eftirfarandi tillögu:%0DMargsinnis eru send erindi til fræðsluráðs þar sem er farið fram á styrk til verkefna. Með því að safna upp styrkbeiðnum og veita styrki aðeins einu sinni til tvisvar á ári er auðveldara að fá yfirsýn yfir styrkveitingar auk þess sem það auðveldar allt vinnulag við afgreiðslu þeirra. %0D %0DÞví er skólaskrifstofu falið að móta drög að starfsreglum vegna styrkveitinga og afgreiðslu styrkbeiðna. Regludrögin skulu liggja fyrir á næsta fundi ráðsins.%0D%0DFulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað: %0DÁ fundi fræðsluráðs í mars sl. var tekin fyrir styrkbeiðni og um það rætt og ákveðið að fela fræðslusviði að útfæra reglur um styrkveitinar fræðsluráðs. Þessa var ekki sérstaklega getið í fundargerð ráðsins en unnið hefur verið að málinu á fræðslusviði og drög að reglum verða fljótlega lögð fyrir ráðið. Efni tillögunar hér að ofan er því þegar í vinnslu og fræðsluráð samþykkir tillöguna. %0D%0DUmsókninni vísað til sameiginlegrar afgreiðslu styrkbeiðna.%0D

    • 0708033 – "Rannsókn um líðan og hagi unglinga í Hafnarfirði"

      Lagt fram bréf, dagsett 28. júlí frá starfshópi nokkurra stofnana í Hafnarfirði sem fjallar um málefni barna og unglinga.%0DFarið er fram á stuðning fræðsluyfirvalda við rannsókn sem fyrirhugað er að gera um líðan og hagi unglingadeildarnemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar og fyrstu tveimur árgöngum í framhaldsskóla.%0DRannsóknin verður gerð með stuðningi Háskóla Íslands.

      Fræðsluráð samþykkir erindið og óskar eftir að verkefnið verði unnið í góðu samstarfi við skólastjórnendur.

    • 0708038 – Skýrlsur vegna leik- og grunnskóla 2006-2007/fræðsla fyrir starfsfólk

      Lagðar fram til kynningar skýrslur þróunarfulltrúa leik- og grunnskóla yfir námskeiðahald og fræðslufundi á síðasta skólaári.

    • 0706242 – Hlíðarberg, aðstoðarleikskólastjóri

      Löð fram umsókn frá Svanhildi Ósk Garðarsdóttur um stöðu aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Hlíðarberg.%0DJafnframt lagt fram bréf frá leikskólastjóra þar sem mælt er með ráðningu Svanhildar í starfið.%0DSviðsstjóri tekur undir tillögu leikskólastjóra.

      Fræðsluráð samþykkir ráðninguna fyrir sitt leyti.

Ábendingagátt