Fræðsluráð

22. október 2007 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 146

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0710211 – Stuðningur við dönskukennslu á Íslandi

      Lagt fram bréf dags. 16.okt. 2007 frá menntamálaráðuneytinu ásamt bæklingi um stuðning við dönskukennslu á Íslandi.

    • 0710203 – Hraunvallaskóli

      Lagt fram minnisblað sviðsstjóra vegna veikindaleyfis skólastjóra.

      Fræðsluráð samþykkir að Ágústa Böðvarsdóttir gegni stöðu skólastjóra í veikindaleyfi hans.

    • 0703005 – Hugur og heilsa

      Formaður kynnti bréf til félagsmálaráðuneytisins vegna verkefnisins.

    • 0710218 – Frístundaheimili

      Lögð fram til kynningar bréf vegna frístundaheimila í Hraunvallaskóla og Hvaleyrarskóla. Einnig kom fram að verkefnið er hafið í fleiri skólum í samvinnu við heilsdagsskólana.

    • 0710185 – Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2007

      Lagt fram bréf frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þar sem landsmenn eru hvattir til að nota 16. nóvember eða dagana þar í kring til að hafa íslenskuna í öndvegi.%0D%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla viku af fundi kl. 9:25.

    • 0710201 – Viðmiðunarreglur

      Lagt fram bréf fræðslusviðs með viðmiðunarreglum fyrir leikskólana vegna undirmönnunar.

      Fræðsluráð samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur.

    • 0710200 – Hraunvallaskóli - aukning á stöðuhlutfalli aðstoðarleikskólatjóra

      Lagt fram bréf frá leikskólastjóra þar sem óskað er eftir aukningu á stjórnunarhlutfalli aðstoðarleikskólastjóra.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í beiðni leikskólastjóra og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

    • 0710199 – Vesturkot - aðstoðarleikskólastjóri

      Lögð fram umsókn frá Elínu Rós Hansdóttur um stöðu aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Vesturkot.%0DJafnframt er lagt fram bréf frá leikskólastjóra þar sem mælt er með ráðningu Elínar í starfið.%0DSviðsstjóri tekur undir tillögu leikskólastjóra.

      Fræðsluráð tekur undir tilllögur leikskólastjóra og sviðsstjóra.%0D%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna leikskóla viku af fundi kl. 9:35.

Ábendingagátt