Fræðsluráð

7. janúar 2008 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 152

Ritari

  • Guðún Guðmundsdóttir Fulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0801011 – Grunnskóli án gjaldtöku

      Í bæjarstjórn 18. desember sl. var samþykkt að vísa til fræðsluráðs eftirfarandi tillögu frá fulltrúa VG: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að allri gjaldtöku af nemendum í grunnskólum Hafnarfjarðar verði hætt haustið 2008, þar með talið gjaldtöku fyrir hádegismat og heilsdagsskóla. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)

      Fræðsluráð leggur til að tillögurnar “Grunnskóli án gjaldtöku”, “Hagræðing í rekstri” og “8 tíma gjaldfrjáls viðvera 5 ára barna í leikskólum Hafnarfjarðar” verði vísað til sameiginlegrar yfirferðar. Til þess verði skipaður 3 manna starfshópur úr fræðsluráði sem starfi með fulltrúum fræðslusviðs og fjármálastjóra.

    • 0801032 – Námserfiðleikar stúlkna, rannsókn

      Í bæjarstjórn 18. desember sl. var samþykkt að vísa til fræðsluráðs eftirfarandi tillögu fulltrúa VG: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að láta gera rannsókn á námserfiðleikum stúlkna í Hafnarfirði með það að markmiði að reyna að finna leiðir til að koma til móts við þær með markvissari hætti en gert er í dag.%0DGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)

      Fræðsluráð felur fræðslusviði að meta þörf fyrir sérstaka rannsókn á námserfiðleikum stúlkna. Jafnframt að lagðar verði fram þær upplýsingar sem tiltækar eru á sviðinu um námserfiðleika nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar almennt og þau úrræði sem í boði eru.

    • 0801031 – Hagræðing í rekstri

      Í bæjarstjórn 18. desember sl. var samþykkt að vísa til fræðsluráðs eftirfarandi tillögu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins:%0DBæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur til að fram fari ítarleg úttekt fagaðila á stofnunum fræðslusviðs Hafnarfjarðar. Markmið úttektarinnar verði að leita leiða til að ná fram meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri en nú er. Það er ljóst að útgjöld til fræðslumála aukast jafnt og þétt og hækka nú um tæpar 900 milljónir króna á milli ára. Rúmlega 60% af heildartekjum aðalsjóðs bæjarins, eða 6,3 milljarðar króna fara til fræðslumála á komandi ári. Ljóst er að gæta þarf aðhalds og hagræðingar til að þjónusta við íbúa Hafnarfjarðar megi eflast eins og kostur er.%0DÍ úttekt og endurskipulagningu fræðslumála verði sérstaklega hugað að fjölbreyttara rekstrarformi og auknu fjárhagslegu sjálfstæði skólastofnana bæjarins. Aukin hagræðing og sjálfstæði einstakra skólastofnana gefur skólunum sjálfum, og því metnaðarfulla fólki sem þar starfar, tækifæri til að ná enn meiri árangri í störfum sínum. %0DRósa Guðbjartsdóttir (sign) %0DHaraldur Þór Ólason (sign)%0DAlmar Grímsson (sign)

      Fræðsluráð leggur til að tillögurnar “Grunnskóli án gjaldtöku”, “Hagræðing í rekstri” og “8 tíma gjaldfrjáls viðvera 5 ára barna í leikskólum Hafnarfjarðar” verði vísað til sameiginlegrar yfirferðar. Til þess verði skipaður 3 manna starfshópur úr fræðsluráði sem starfi með fulltrúum fræðslusviðs og fjármálastjóra.

    • 0712136 – Framhaldsskólar, grunnskólar og leikskólar, frumvörp til umsagnar

      Lögð fram bréf frá menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um eftirtalin frumvörp:%0DGrunnskólar, 285. mál(heildarlög), %0Dhttp//www.althingi.is/altext/135/s/0319.html og%0Dleikskólar, 287. mál(heildarlög),%0Dhttp//www.althingi.is/altext/135/s/0321.html%0DOg bréf frá menntamálaráðherra þar sem rakin eru meginatriði frumvarpa um grunn- og leikskóla.

      Ráðsmenn og áheyrnarfulltrúar kynni sér frumvörpin og greinargerðirnar og boðið verður, að hálfu fræðslusviðs, til sameiginlegs fundar fimmtudaginn 17. janúar kl. 15:00 á þar sem teknar verða saman athugasemdir og ábendingar.%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla viku af fundi kl. 8:50

    • 0801033 – Gjaldfrjáls viðvera 5 ára barna í leikskólum

      Í bæjarstjórn 18. desember sl. var samþykkt að vísa til fræðsluráðs eftirfarandi tillögu fulltrúa VG:%0DBæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að árið 2008 verði leikskólagjöld 5 ára barna felld niður fyrir 8 tíma viðveru.%0DGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)

      Fræðsluráð leggur til að tillögurnar “Grunnskóli án gjaldtöku”, “Hagræðing í rekstri” og “8 tíma gjaldfrjáls viðvera 5 ára barna í leikskólum Hafnarfjarðar” verði vísað til sameiginlegrar yfirferðar. Til þess verði skipaður 3 manna starfshópur úr fræðsluráði sem starfi með fulltrúum fræðslusviðs og fjármálastjóra.

    • 0801047 – Frá Samtökum sjálfstæðra skóla

      Lagt fram bréf frá Samtökum sjálfstæðra skóla þar sem óskað er eftir hærra framlagi til sjálfstætt starfandi leikskóla í sveitarfélaginu í samræmi við aukið framlag til skóla bæjarins.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur fræðslustjóra að kostnaðarmeta erindið og koma með tillögur í samræmi við umræður á fundinum.

Ábendingagátt