Fræðsluráð

21. apríl 2008 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 159

Ritari

  • Magnús Baldursson fræðslustjóri
  1. Almenn erindi

    • 0804038 – Hraunvallaskóli, skólastjóri

      Sbr. lið 2 í fundargerð fræðsluráðs frá 7. apríl s.l.%0DFyrir teknar að nýju umsóknir um stöðu skólastjóra Hraunvallaskóla.%0DLagt fram bréf frá Ellý Erlingsdóttur, Helgu R. Stefánsdóttur og Magnúsi Baldurssyni þar sem þau mæla með að Ágústa Bárðardóttir verði ráðin í stöðuna.

      Fræðsluráð tekur undir tillöguna og samþykkir ráðninguna einróma fyrir sitt leyti og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 0804229 – Öldutúnsskóli - aðstoðarskólastjóri 2008

      Lagðar fram umsóknir um stöðu aðstoðarskólastjóra Öldutúnsskóla.%0DEftirtaldir sækja um stöðuna:%0DBogi Ragnarsson%0DEfemía Gísladóttir%0DFinnbogi Sigurðsson%0DGuðfinna Emma Sveinsdóttir%0DGuðrún G. Halldórsdóttir%0DHerþrúður Ólafsdóttir%0DValdimar Víðisson

    • 0703028 – Hraunvallaskóli, húsnæðisbreytingar

      Lagt fram bréf, dags. 16. apríl 2008 frá skólastjóra Hraunvallaskóla þar sem óskað er eftir því að settir verði upp felliveggir á 3. hæð í B-húsi (1.áfanga) og 3.hæð C-húsi (2.áfanga) Hraunvallskóla.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til úrvinnslu á framkvæmdasviði.

    • 0804174 – Námsleyfi grunnskólakennara skólaárið 2008-2009

      Lagt fram bréf dags. 7. april 2008 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að eftirtaldir kennarar í Hafnarfirði hafi fengið námsleyfi næsta skólaár.%0DAðalheiður Ó Skarphéðinsdóttir, Hvaleyrarskóla%0DEbba Freyja Arngrímsdóttir, Hvaleyrarskóla%0DJón Valur Frostason, Setbergsskóla%0DMaría Kristjánsdóttir, Setbergsskóla%0DHelga Guðlaug Einarsdóttir, Öldutúnsskóla

    • 0804175 – Málþing foreldrafélaga grunnskóla í Hafnarfirði

      Lagt fram bréf, dags. 8. apríl frá fulltrúum foreldrafélaga grunnskóla Hafnarfjarðar þar sem sótt er um styrk vegna málþings um Netnotkun barna og unglinga sem haldið var 15. apríl s.l.

      Tekið jákvætt í erindið og vísað til afgreiðslu sviðsstjóra.

    • 0804176 – Skólahreysti 2008-umsókn um styrk

      Lagt fram bréf dags. í mars 2008 frá Andrési Guðmundssyni, f.h. Icefitness ehf.,sem stendur í annað sinn fyrir Skólahreysti á landsvísu. Sótt er um styrk að upphæð 200.000 kr. vegna verkefnisins.

      Vísað til sameiginlegrar afgreiðslu styrkbeiðna í haust.

    • 0702193 – Hamraneshverfi 1. áfangi

      Lögð fram drög að skipulagsskilmálum 1. áfanga Hamraneshverfis.%0DÓskað er umsagnar um þann hluta sem snerta skólamál (bls. 33 – 35)

      Fræðsluráð gerir ekki athugasemdir við skipulagsskilmála hvað varðar skólamálin.

    • 0801403 – Vellir 7, nýr leikskóli

      Lögð fram útboðsgögn vegna hönnunar og ráðgjafar fyrir 6 deilda leikskóla á Völlum 7.

    • 0804228 – Hvammur - aukið stjórnunarhlutfall

      Lagt fram bréf dags. 15. apríl frá leikskólastjóra á Hvammi þar sem farið er fram á aukningu stjórnunarhlutfalls aðstoðarskólastjórnunar í 100 % vegna stækkunar leikskólans.

      Fræðsluráð samþykkir að samhliða stækkun leikskólans í 6 deildir aukist stjórnunarhlutfall í aðstoðarskólastjórnun í 100%.

    • 0804230 – Hlíðarendi - húsnæðisbreytingar 2008

      Fram hafa komið óskir um úrbætur á starfsmannaaðstöðu og kennslurýmum leikskólans.

      Fræðsluráð beinir því til framkvæmdasviðs að sem fyrst verði skoðaðir möguleikar á úrbótum í þessum efnum og samhliða því möguleg stækkun leikskólans.

Ábendingagátt