Fræðsluráð

19. maí 2008 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 161

Ritari

 • Magnús Baldursson fræðslustjóri
 1. Almenn erindi

  • 0703023 – Öldutúnsskóli - Tillögur starfshópsins / hönnuða

   Vegna þessa liðar mæta arkitekar frá ASK og kynna deiliskipulagsuppdrátt og hugmyndir að endurbyggingu unglingadeildar Öldutúnsskóla.

   Fræðsluráð þakkar Páli kynninguna.

  • 0805119 – Setbergsskóli - aðstoðarskólastjóri

   Lagt fram bréf, dags. 8. maí frá skólastjóra Setbergsskóla þar sem lagt er til að Linda Björk Magnúsdóttir, kennari við skólann, verði ráðin aðstoðarskólastóri Setbergsskóla næsta skólaár í námsleyfi Hrannar Bergþórsdóttur.%0DSviðssjóri tekur undir tillögu skólastjóra.%0D

   Fræðsluráð staðfestir ráðninguna.

  • 0805034 – Dagur barnsins 25.05.2008

   Lagt fram bréf, dags. 2. maí frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um að ákveðið hafi verið að síðasti sunnudagur maímánaðar hafi verið valinn dagur barnsins.%0DDagur barnsins í ár verði því 25. maí nk.

  • 0805005 – Skóli án aðgreiningar, rannsóknarstofa

   Fyrir tekið að nýju erindi frá Kennaraháskóla Íslands þar sem þess er farið á leit að Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar geri samstarfssamning um ákveðið framlag til stofnunar Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.%0DGerð er tillaga um að erindinu verði hafnað.

   Fræðsluráð hafnar erindinu en horft verði til möguleika á sérstöku samstarfi síðar meir við rannsóknarstofuna.

  • 0706243 – Forystuskólaumsóknir

   Kynntar umsóknir frá leikskólanum Arnarbergi um að gerast forystuskóli í læsishvetjandi umhverfi og frá Öldutúnsskóla um að gerast forystuskóli í söng- og tónlistaruppeldi.%0DBáðir skólarnir uppfylla kröfur um að gerast forystuskólar og hafa umsóknirnar verið samþykktar.

   Fræðsluráð býður þá velkomna í verkefnið.

  • 0801395 – Skólastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun

   Formaður fór yfir stöðu á vinnu stýrihóps um endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar.%0DKönnun hefur verið send öllum skólastjórnendum og verður unnið úr svörum þeirra á næstu vikum.%0DÓskað er eftir ábendingum frá hagsmunaðilum sem eiga áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði og þeim boðið á fund stýrihópsins í byrjun júní.%0D

  • 0805118 – Hörðuvellir - skipulagsdagar

   Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Hörðuvalla þar sem þess er farið á leit að taka tvo samliggjandi skipulagsdaga 28. og 29. ágúst vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks til Stokkhólms.%0DLagt fram bréf frá formanni foreldrafélags Hörðuvalla þar lýst er stuðningi við beiðni skólans.

   Fræðsluráð samþykkir tillöguna.

  • 0801396 – Leikskólavistun, reglur í endurskoðun

   Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:%0D„Fræðsluráð samþykkir eftirfarandi breytingu á reglum vegna dvalar barna á leikskólum sem ekki eru reknir af Hafnarfjarðarbæ.%0D2. liður: „Að barnið sé á aldrinum eins árs til sex ára“ verði „Að barnið sé á aldrinum 9 mánaða til sex ára.““

   Fræðsluráð samþykkir breytinguna á reglunum.

Ábendingagátt