Fræðsluráð

22. september 2008 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 166
  1. Almenn erindi

    • 0809198 – Tilkynning um úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla

      Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.%0DÁ þessu hausti eru það Áslandsskóli, Hraunvallaskóli, Hvaleyrarskóli og Víðistaðaskóli sem verða teknir út haustið 2008.

    • 0809064 – Stöðugildi í kennslu við grunnskóla Hafnarfjarðar

      Lagt fram yfirlit yfir magn kennsluyfirvinnu og fjölda leiðbeinenda í kennslu samanborið við síðasta skólaár.%0D%0D%0D

    • 0809209 – Vígsla skólamannvirkja

      Hamravellir, fimmtudaginn 2. október.%0DHraunvallaskóli, föstudaginn 3. október.%0D%0D

      %0DÁheyrnarfulltrúar grunnskóla viku af fundi kl. 8:35

    • 0809193 – Beiðni um leyfi fyrir rannsókn

      Lagt fram bréf frá Svövu Björgu Mörk, leikskólastjóra þar sem hún óskar eftir leyfi til að framkvæma rannsókn á “Uppbyggingu lærdómssamfélags” í leikskólanum Bjarma.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra afgreiðslu þess.

    • 0809195 – Leikskólinn Álfasteinn - skipulagsdagar

      Lagt fram bréf frá skólastjórnendum leikskólans þar sem óskað er eftir að teknir verði þrír samliggjandi skipulagsdagar á vorönn 2009.

      Fræðsluráð óskar eftir faglegri umsögn fræðslusviðs og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

    • 0809210 – Mat á þörf leikskólarýma

      Samkvæmt stefnu fræðsluráðs um bætt þjónustustig hvað varðar inntöku barna á leikskóla Hafnarfjarðar með lækkuðu aldursviðmiði og breyttar forsendur í íbúaþróun felur fræðsluráð fræðslusviði að vinna eða láta vinna mat á þörf leikskólarýma eftir hverfum í Hafnarfirði. Í áföngum verði aldursviðmið lækkuð úr 18 mánaða aldri í 15 mánaða aldur og loks 12 mánaða aldur. Miðað er við að fæðingarorlof lengist í 12 mánuði á tímabilinu .%0D%0D %0D%0DÍ ljósi þessa leggur formaður fram eftirfarandi tillögu.%0D%0D“Fræðsluráð felur fræðslusviði að leggja mat á þörf leikskólarýma í Hafnarfirði miðað við íbúaþróun síðustu ára og áætla íbúaþróun næstu ára út frá eftirfarandi forsendum:%0D%0D-Öll börn 18 mánaða og eldri fái leikskólavist að hausti og börn í forgangshópi frá lokum töku fæðingarorlofs.%0D%0D-Öll 15 mánaða börn og eldri og börn í forgangshópi frá lokum töku fæðingarorlofs fái leikskólapláss að hausti frá haustinu 2010.%0D%0D-Öll 12 mánaða börn og eldri og forgangshópar sem ekki njóta 12 mánaða fæðingarorlofs, fái leikskólavist frá haustinu 2012, gengið er út frá því að fæðingarorlof hafi verið lengt í 12 mánuði. %0D

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar í samræmi við umræður á fundinum.%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna leikskóla viku af fundi kl. 9:00.

    • 0809207 – Námsflokkar Hafnarfjarðar haust 2008

      Theodór Hallsson, skólastjóri Námsflokka Hafnarfjarðar mætti til fundarins og fór yfir námsframboð haustannar.

      Fræðsluráð þakkar fyrir greinargóða kynningu á umfangsmiklu og metnaðarfullu starfi sem fram fer í Miðstöð símenntunar.

Ábendingagátt