Fræðsluráð

6. október 2008 kl. 08:00

á Skólaskrifstofu

Fundur 167

Ritari

  • Magnús Baldursson fræðslustjóri
  1. Almenn erindi

    • 0810051 – Námskeiðshandbók grunnskóla haust 2008

      Lagt fram yfirlit yfir námskeið á vegum Skólaskrifstofu fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla Hafnrfjarðar.

    • 0810059 – Víðistaðaskóli - húsnæðisbreytingar

      Lagt fram bréf dags. 1. október frá skólastjóra Víðistaðaskóla þar sem farið er fram á húsnæðisbætur vegna aðstöðu fyrir unglinga.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og vísar því áfram til úrvinnslu á framkvæmdasviði.

    • 0808196 – Engidalsskóli, aðstoðarskólastjóri

      Lagðar fram umsóknir um stöðu aðstoðarskólastjóra Engidalsskóla.%0DEftirtaldir sækja um:%0DAnna María Skúladóttir%0DArna Björný Arnardóttir%0DJóhanna Þuríður Þorsteinsdóttir%0DKristinn Svavarsson

    • 0809243 – Fjárhagsáætlun 2008, endurskoðun

      Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008 sem lögð var fram í bæjarstjórn 30. september sl.

    • 0810077 – Sakaskrá, öflun upplýsinga.

      Ný lög um ráðningu starfsmanna.%0DLögð fram til kynningar verkferlar og eyðublöð.

      %0DÁheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla viku af fundi kl. 8:30

    • 0809195 – Leikskólinn Álfasteinn, skipulagsdagar

      Sbr. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 22.september sl. Lagt fram faglegt mat Skólaskrifstofu á umsókninni þar sem mælt er með því að heimila þrjá samliggjandi skipulagsdaga vegna námsferðarinnar.

      Fræðsluráð samþykkir að leikskólinn fái heimild til þriggja samliggjandi skipulagsdaga á vorönn 2009.

    • 0810061 – Leikskólinn við Liljuvelli - nafn

      Formaður leggur til að á næsta fundi fræðsluráðs komi fundarmenn með tillögur að nafni leikskólans við Liljuvelli. Valin verði fjögur til fimm nöfn úr þeim tillögum sem berast og gerð skoðanakönnun á heimasíðu bæjarins um þau.

    • 0809210 – Leikskólarými, mat á þörf

      Sbr. lið 7 í fundargerð fræðsluráðs frá 22. september sl. Tillagan tekin fyrir að nýju.

      Fræðsluráð samþykkir að fela fræðslusviði að leggja mat á þörf leikskólarýma í Hafnarfirði miðað við íbúaþróun síðustu ára og áætla íbúaþróun næstu ára út frá eftirfarandi forsendum:%0D%0D-Öll börn 18 mánaða og eldri fái leikskólavist að hausti og börn í forgangshópi frá lokum töku fæðingarorlofs.%0D%0D-Öll 15 mánaða börn og eldri og börn í forgangshópi frá lokum töku fæðingarorlofs fái leikskólapláss að hausti frá haustinu 2010.%0D%0D-Öll 12 mánaða börn og eldri og forgangshópar sem ekki njóta 12 mánaða fæðingarorlofs, fái leikskólavist frá haustinu 2012, gengið er út frá því að fæðingarorlof hafi verið lengt í 12 mánuði. %0D%0DJafnframt verði tillögunni vísað til meðferðar hjá vinnuhópi um endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar.%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna leikskóla viku af fundi kl. 8:50.

Ábendingagátt