Fræðsluráð

9. nóvember 2009 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 191

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari fræðsluráðs
  1. Almenn erindi

    • 0911129 – Hvatning, KÍ og Samb. ísl. svf., til skóla og sveitarfélaga um hagnýtingu nýlegra rannsóknarniðurstaðna í skólastarfi.

      Lagt fram bréf frá KÍ og Samb. ísl. sveitarf. þar sem skólar og sveitarfélög eru hvött til að kynna sér með markvissum hætti niðurstöður TALIS, sem er aðþjóðleg rannsókn á stöðu og viðhorfum kennara og skólastjórnenda, McKinsey skýrsluna um einkenni bestu menntakerfa heims og nýlega rannsókn á stöðu lestrarkennslu í grunnskólum sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir menntamálaráðuneytið.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0901064 – Lög og reglugerðir, fræðslusvið

      Lagðar fram reglugerðir, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, um inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara og um breytingu, á reglugerð nr. 656/2009, um skólaakstur.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0911133 – Hvammur-skipulagsdagur

      Lagt fram bréf frá leikskólastjóra og fulltrúa foreldraráðs Hvamms þar sem óskað er eftir heimild til að færa skipulagsdag, þann 18. nóvember 2009, til 26. maí 2010. Í bréfinu kemur fram að samþykki hafi fengist hjá foreldraráði leikskólans.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Fræðsluráð samþykkir erindið.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0911134 – Álfaberg - skipulagsdagur

      Lagt fram bréf frá leikskólastjórum Álfabergs þar sem óskað er eftir að færa skipulagsdag leikskólans þann 25. maí 2010 fram til 14. maí vegna fyrirhugaðrar náms- og kynnisferðar starfsfólks til Akureyrar. Jafnframt er lagt fram samþykki foreldraráðs leikskólans.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Fræðsluráð samþykkir erindið.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0911135 – Tjarnarás - skipulagsdagar

      Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Tjarnaráss þar sem óskað er eftir að taka tvo samliggjandi skipulagsdaga á vorönn, þ.e. að hafa skipulagsdaga 20. og 21. maí í stað 26. febrúar og 25. maí, vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks. Jafnframt er lagt fram samþykki foreldraráðs leikskólans.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Fræðsluráð samþykkir erindið.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0911136 – Bjarmi - tilfærsla á skipulagsdögum

      Lagt fram bréf frá leikskólastjórum Bjarma þar sem óskað er eftir að fá að sameina og fresta skipulagsdögum á vorönn og fá að taka þá samfellt í júní 2010, vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks til Boston 15. – 20. júní. Jafnframt er lagt fram samþykki foreldraráðs leikskólans.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Fræðsluráð samþykkir erindið.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909013 – Leikskólar, skólanámskrár

      Ásta María Björnsdóttir, leikskólastjóri á Hvammi og Inga Líndal Finnbogadóttir, leikskólastjóri á Álfasteini kynntu skólanámskrár skólanna.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Fræðsluráð þakkar kynningarnar.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt