Fræðsluráð

20. júní 2011 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 236

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla
  1. Almenn erindi

    • 1104074 – Leikskólar, samningur um rekstur

      Sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti stöðu í samningaviðræðum við sjálfstætt starfandi leikskóla.

    • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

      Rætt um gjaldskrárbreytingar á fræðslusviði sem áætlaðar eru í fjárhagsáætlun ársins 2011.

    • 1106012 – Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla

      Þróunarfulltrúi grunnskóla kynnir drög að viðmiðunarstundaskrám grunnskóla í Hafnarfirði á næsta skólaári.

      Frekari umræða og ákvörðun á næsta fundi.$line$$line$Fulltrúi skólastjóra grunnskóla kom á fund.

    • 1106046 – Áslandsskóli íþróttahús, áskorun

      Lögð fram áskorun foreldrafélags Áslandsskóla um byggingu íþróttahúss við skólann ásamt undirskriftum.

    • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

      Lögð fram samantekt frá opnum fundi um heilsdagsskóla, sem haldinn var í Lækjarskóla 8. júní sl.

      Þróunarfulltrúi leikskóla og fulltrúi skólastjóri grunnskóla véku af fundi. María, fulltrúi skólastjóra grunnskóla, þakkaði fyrir samstarfið þar sem þetta er síðasti fundur hennar áður en nýr fulltrúi skólastjóra kemur sem áheyrnarfulltrúi skólastjóra.

      Fræðsluráð leggur áherslu á að ákvörðun um fyrirkomulag heilsdagsskólans verði byggð á faglegum forsendum og í sem nánastri samvinnu við starfsfólk. Einnig leggur fræðsluráð áherslu á að ákvörðun verði tekin sem fyrst til að sú óvissu ljúki sem nú er um fyrirkomulag bæði heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir efnisatriði bókunarinnar, en benda á að ákvörðun hefur ekki verið tekin í málinu og afstaða til niðurstöðu þess liggur því ekki fyrir.

    • 1106160 – Aðlöguð starfslok

      Lagt fram bréf Jónínu Ágústsdóttur um aðlöguð starfslok grunnskólakennara.

    • 0908146 – Lækjarskóli, fjölgreinabraut

      Með vísan í samning um starfrækslu fjölgreinabrautar hefur verið ákveðið að stofna starfshóp til að þróa hana sem námsleið til framhaldsskólaprófs innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. Í starfshópnum sitji fulltrúar Hafnarfjarðarkaupstaðar (skipaður af fræðsluráði), Lækjarskóla, núverandi fjölgreinabrautar, Flensborgarskólans og Iðnskólans í Hafnarfirði.

      Samþykkt að Magnús Baldursson, fræðslustjóri, sitji í starfshópnum.

Ábendingagátt