Fræðsluráð

4. júlí 2011 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 237

Mætt til fundar

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Ritari

 • Guðrún Guðmundsdóttir ritari fræðsluráðs
 1. Almenn erindi

  • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar, kosning forseta, varaforseta og skrifara.

   Á fundi bæjarstjórnar þ. 29. júní sl. voru eftirtaldir kosnir í fræðsluráð Hafnarfjarðar til eins árs.:$line$Aðalmenn:$line$Eyjólfur Sæmundsson, Fagrahvammi 7$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Austurgötu 29b$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Fjarðargötu 17, formaður$line$Kristinn Andersen, Austurgötu 42$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Lækjarkinn 6$line$$line$Varamenn:$line$Friðþjófur Karlsson, Úthlíð 15$line$Guðlaug Sigurðardóttir, Skipalóni 27$line$Gestur Svavarsson, Breiðvangi 30$line$Kristjana Ósk Jónsdóttir, Glitvangi 13$line$Halldóra Björk Jónsdóttir, Hverfisgötu 45$line$$line$Kosning varaformanns.

   Eyjólfur Sæmundsson kjörinn varaformaður. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.

  • 1104364 – Skóladagatöl leikskóla 2011-2012

   Lögð fram skóladagatöl leikskólanna vegna skólaársins 2011-2012.

   Fræðsluráð staðfestir skóladagatöl þeirra skóla sem borist hafa. Ekki hefur borist skóladagatal frá leikskólanum Smáralundi og eins hefur ekki borist umsögn frá foreldraráði á leikskólanum Hvammi.

  • 11032689 – Fyrirspurn frá fulltrúa foreldra leikskólabarna.

   Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir frá fulltrúa foreldra leikskólabarna.:$line$$line$Hvernig hyggst Hafnarfjarðarbær taka á fyrirhuguðum hækkunum leikskólakennara í haust? En nú hafa leikskólakennarar lýst því yfir að þeir ætli í verkfall 22 ágúst næstkomandi ef samningar nást ekki. Er Hafnarfjarðarbær með viðbragðsáætlun f. foreldra ef verkfallið dregst á langinn? $line$Er gert ráð f. viðlíka hækkunum í fjárhagsáætlun bæjarins og þá Fræðsluráðs? Eru ekki miklar líkur á því að forsendur fjárhagsáætlunar séu brostnar og að bærinn fari langt framúr núverandi áætlunum (sem eru nú þegar komnar langt umfram þær heimildir sem voru veittar)?$line$ $line$Ég hef ekki ennþá fengið tölulegar upplýsingar á fyrri fyrirspurn minni í vetur, en það mál átti að skoðast með vorinu? Er einhver gangur á því máli?$line$ $line$Einnig vildi ég leggja það fyrir að Fræðsluráð tæki undir kröfur foreldra barna í Áslandsskóla um að byggja nýtt íþróttahús við skólann, og auka kennslustofur, sem fyrst. Að það væri samhugur í því að finna lausn á því hvernig að því væri staðið með núverandi eigendum lóðarinnar og Áslandsskóla. Að Fræðsluráð lýsti því yfir að þetta væri þarft mál þar sem hagsmunir barnanna væru hafðir að leiðarljósi, að fylgt væri eftir umhverfisstefnu bæjarins og skólayfirvalda þar sem takmarkaður væri óþarfa akstur og að nýting á takmarkaðri auðlind (tíma) væri nýttur sem bestur. Þar sem þetta er mikið hagsmunamál legg ég til að Fræðsluráð setji þetta verkefni í forgang yfir þau mál sem þarf að leysa í skólamálum bæjarins og að ráðið sýni vilja í verki en ekki láta einkaaðila þurfa að draga málið áfram. Hagur bæjarins, og þá íbúa á þessu svæði, ætti að ráða för.$line$

   Samningaviðræður við leikskólakennara er í eðlilegum farvegi. $line$Framkvæmd fjárhagsáætlunar er með eðlilegum hætti. Farið hefur verið í ýmsar hagræðingaraðgerðir og fylgst er reglulega með rekstri sviðsins. Samkvæmt þeim upplýsingum er rekstur fræðslusviðs í samræmi við áætlun. $line$$line$Þróunarfulltrúa leikskóla falið að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélag og fá upplýsingar frá þeim hvað varðar tölulegar upplýsingar gagnvart leikskólum.$line$$line$$line$Fræðsluráð ítrekar fyrri afstöðu sína hvað íþróttahús við Áslandsskóla varðar og bendir á að nú þegar hefur, í tvígang, verið reynt að ná samkomulagi við þá aðila sem kæmu til með að sjá um byggingu hússins.

  • 1104074 – Leikskólar, samningur um rekstur

   Kynnt drög að samningum.

  • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

   Í samræmi við fjáhragsáætlun 2011 samþykkir fræðsluráð eftirfarandi hækkanir á gjaldsrkám á fræðslusviði.:$line$

   Hádegismatur í grunnskólum hækki úr 300 kr. í 350 kr. frá og með næsta skólaári.$line$Matur og síðdegishressing í leikskólum hækki um 10% frá og með 1. ágúst nk.$line$$line$Fræðsluráð samþykkir að fresta ákvörðun um breytingu á vistgjöldum í leikskóla þar til fyrir liggur ákvörðum um jöfnun kostnaðar í leikskólum og hlut foreldra hjá dagforeldrum.$line$$line$Samþykkt með þremur atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun:”Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins, en fyrirhugaðar hækkanir eru liður í framkvæmd þeirrar fjárhagsáætlunar sem meirihlutinn í bæjarstjórn stendur að.”$line$ $line$Kristinn Andersen (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

  • 1003470 – Strætó, innanbæjarakstur

   Lögð fram umbeðin umsögn fræðslusviðs um skýrslu starfshóps um innanbæjarakstur í Hafnarfirði.

   Fræðsluráð gerir umsögn fræðslusviðs um innanbæjarakstur að sinni.

  • 1106161 – Tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

   Lagðar fram tillögur ungmennaráðs Hafnarfjarðar sem kynntar voru á fundi með bæjarstjórn 15. júní s.l.

   Fræðslusviði er falið að taka saman svör við tillögum ungmennaráðs og þau svör verði send ungmennaráði og skólastjórum grunnskólanna.

  • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

   Lagt fram álit forstöðumanna félagsmiðstöðva ásamt umsögn ungmennaráðs og umsögn menntavísindasviðs HÍ á hugsanlegri samþættingu Heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva.

  • 1106012 – Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla

   Lagt fram mat þróunarfulltrúa grunnskóla á viðmiðunarstundaskrám grunnskólanna fyrir næsta skólaár.

   Fræðsluráð gerir samantekt þróunarfulltrúa á viðmiðunarstundaskrám að sinni.

  • 1106279 – Forfallakennsla í grunnskólum

   Lagt fram bréf, dags. 21. júní 2011 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi forfallakennslu í grunnskólum á öllu landinu.

  • 1005075 – Tónlistarnemar utan Hafnarfjarðar

   Kynntar umsóknir um stuðning vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.

  • 1107001 – Sumarleyfi fræðsluráðs

   Fundir hefjast að nýju í ágúst á nýjum stað. $line$Fyrsti fundur að loknu sumarleyfi fræðsluráðs verður 15. ágúst og verða fundirnir framvegis í bæjarráðssalnum á Strandgötu 6.$line$$line$Formaður þakkar samveru og góð samskipti á liðnu ári og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.$line$$line$Fulltrúi leikskólastjóra, Anna Borg Harðardóttir, þakkar fyrir samstarfið.

Ábendingagátt