Fræðsluráð

15. ágúst 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 238

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson varaformaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari fræðsluráðs
  1. Almenn erindi

    • 1008213 – Fræðsluráð, fundadagskrá

      Næsti fundur fræðsluráðs (eftir þennan)verður 22. ágúst og svo hálfsmánaðarlega eftir það.

      Næsti fundur fræðsluráðs verður mánudaginn 22. ágúst kl. 8:15.

    • 1104074 – Sjálfstætt starfandi leikskólar, samningar um rekstur

      Farið yfir stöðuna hvað varðar samninga um rekstur leikskóla sem gert hafa starfssamning um rekstur skólanna og Hafnarfjarðarbæjar.$line$

    • 1107225 – Daggæsla barna í heimahúsum

      Á fundi bæjarráðs 11. ágúst sl. var eftirfarandi samþykkt:$line$”Bæjarráð samþykkir að flytja málaflokkinn “Daggæsla barna í heimahúsum” frá Félagsþjónustu til Skólaskrifstofu.”

    • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

      Tekið fyrir að nýju frá fundi fræðsluráðs 4. júlí sl.

      Fræðsluráð samþykkir að gjaldskrá leikskóla hækki frá og með 1. október 2011, um 10%.$line$Samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta, fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá og vísa í bókun sína frá 4. júlí sl. sem var: “Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins, en fyrirhugaðar hækkanir eru liður í framkvæmd þeirrar fjárhagsáætlunar sem meirihlutinn í bæjarstjórn stendur að.”$line$$line$Fræðsluráð óskar eftir að tekin verði saman, af starfsfólki fræðslusviðs, greinargerð um jöfnun kostnaðar hvað varðar þjónustu dagforeldra og leikskóla og áfangaskiptingu.

    • 1108072 – Beiðni um samstarf vegna "Allir á iði"

      Lagt fram bréf frá skólastjóra Flensborgarskólans þar sem farið er fram á samstarf um verkefnið “Heilsueflandi framhaldsskóli” við leik- og grunnskóla bæjarins um dag sem allir geta sameinast um.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur fræðslusviði, í samvinnu við skólastjórnendur, að vinna áfram að málinu.

    • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

      Á fundi bæjarráðs 7. júlí s.l. var eftirfarandi samþykkt:$line$”Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að sameina rekstur heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva í eina einingu í hverjum skóla, undir stjórn skrifstofu æskulýðsmála og fjölskylduþjónustu. Tekið er undir mikilvægi þess að samhliða verði unnið að faglegri stefnumótun í málefnum frístundastarfs eins og fram kemur í umsögn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.$line$Bæjarráð þakkar öllum þeim sem gáfu umsagnir um greinargerð starfshóps um fyrirkomulag heilsdagsskóla í Hafnarfirði og leggur áherslu á að þær séu hafðar til hliðsjónar í áframhaldandi vinnu vegna sameiningar félagsmiðstöðva og heilsdagsskóla og tilfærslu heilsdagsskólans frá fræðslusviði til skrifstofu æskulýðsmála.$line$Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu að hrinda sameiningunni í framkvæmd og leggur áherslu á mikilvægi þess að innleiðingin verði í góðu samstarfi og sátt við starfsfólk, foreldra og nemendur.”$line$

      Áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna vill að fram komi að áhyggjur séu í skólaumhverfinu með þessar breytingar og vill leggja áherslu á að unnið sé í samstarfi og sátt við starfsfólk.$line$Fræðsluráð beinir því til fræðslusviðs, skólastjórnenda og starfsfólks í grunnskólum bæjarins að framkvæmdin á þessari breytingu verði eins farsæl og kostur er.

Ábendingagátt