Fræðsluráð

22. ágúst 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 239

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson varamaður
 • Halldóra Björk Jónsdóttir varamaður

Ritari

 • Guðrún Guðmundsdóttir ritari fræðsluráðs
 1. Almenn erindi

  • 1108190 – Verkfall leikskólakennara

   Farið yfir stöðu mála vegna verfalls leikskólakennara.

   Samningar undirritaðir og verkfalli var aflýst laugardaginn 20. ágúst.$line$Fræðsluráð fagnar því að samkomulag hafi náðst og að ekki komi til truflunar á starfi leikskóla Hafnarfjarðar.$line$Fræðsluráð samþykkir að tekið verði saman minnisblað um fjárhagsleg áhrif samninganna og að það verði lagt fram á næsta fundi ráðsins.

  • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

   Rætt um endurskoðun tekjuviðmiða vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda.

   Fræðsluráð samþykkir með öllum atkvæðum að hækka tekjuviðmið vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda um 5% til að mæta hækkun almennra kjarasamninga.$line$Á næsta fundi ráðsins verði lögð fram gögn um það hvernig núverandi niðurgreiðslukerfi kemur út miðað við það kerfi sem áður var.

  • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

   Ellert B. Magnússon, forstöðumaður æskulýðs- og tómstundamála og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mættu til fundarins og fóru yfir flutning heilsdagsskóla til fjölskyldusviðs.

   Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskóla óskar eftir því að fram komi að lítið samráð hafi verið haft við foreldra hvað varðar þessar breytingar á heilsdagsskóla og óskar eftir því að samráð verði haft við foreldra í framhaldinu.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$$line$Hver er heildarsparnaður fræðslusviðs við færslu heilsdagskólans til fjölskyldusviðs?$line$$line$Hver er áætlaður kostnaður bæjarins vegna starfsloka forstöðumanna heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva í kjölfar uppsagna þeirra?$line$$line$Mun fagleg stefna um frístundamál Hafnarfjarðar liggja fyrir á næstunni?$line$$line$$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$Halldóra Björk Jónsdóttir (sign)$line$$line$Gunnari Rafni og Ellert þakkað fyrir komuna.$line$$line$Fræðsluráð óskar eftir að fá að fylgjast með framgangi þessa máls með því að fulltrúar málaflokksins komi inn á fundi fræðsluráðs með upplýsingar.

Ábendingagátt