Fræðsluráð

5. september 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 240

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

      Á fundi fræðsluráðs 22. ágúst sl. var óskað eftir að á þessum fundi fræðsluráðs yrðu lögð fram gögn um það hvernig núverandi niðurgreiðslukerfi kæmi út miðað við það kerfi sem áður var.$line$

      Guðmundur Sverrisson, rekstrarstjóri fræðsluþjónustu fór yfir hvernig útkoman er í dag í núverandi niðurgreiðslukerfi.

    • 1104364 – Skóladagatöl leikskóla 2011-2012

      Erindi frá aðstoðarskólastjóra í leikskólanum Hamravöllum um breytingu á skipulagsdegi þann 27. september 2011 vegna námsferðar starfsfólks skólans til Danmerkur. Óskað er eftir því að fá þess í stað 20. apríl 2012 skráðan sem skipulagsdag. Jafnframt er lagt fram erindi frá leikskólastjóra Smáralundar um tilfærslu á skipulagsdegi, vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks til Danmerkur, að í stað 27. september verði skipulagsdagur föstudaginn 23. september.

      Fræðsluráð staðfestir erindi beggja skólanna enda liggur fyrir samþykki foreldraráða.

    • 1108345 – Öryggi skólabarna

      Farið yfir stöðuna í kjölfar atburða síðustu daga. Bæjarstóri hefur sett af stað starfshóp sem mun vinna að viðbragðsáætlun.

      Sviðsstjóri fór yfir viðbrögð skólanna.

    • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

      Tekið fyrir frá síðasta fundi fræðsluráðs, fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks.

      Sviðsstjóri lagði fram og fór yfir svör við fyrirspurninni.

    • 0909258 – Fræðslusvið, námskeiðahald

      Þróunarfulltrúi kynnti drög að hugmyndum um væntanleg námskeið fyrir fulltrúa í skólaráðum grunnskólanna í Hafnarfirði ásamt því að kynna námskeið sem farið er af stað fyrir starfsfólk grunnskólanna.

      $line$$line$$line$Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna vék af fundi kl. 9:40.

    • 1009199 – Árshlutauppgjör fræðslusviðs

      Farið yfir árshlutauppgjör sviðsins.

      Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu fór yfir árshlutauppgjör sviðsins.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Lögð fram greinargerð ásamt breyttu skóladagatali frá framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar, Margréti Pálu Ólafsdóttur, vegna skólabyrjunar í Barnaskóla Hjallastefnunnar við Hjallabraut.

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra að kalla eftir frekari gögnum frá skólaráði skólans og mennta- og menningarmálaráðuneyti í ljósi greinargerðar skólans.

Ábendingagátt