Fræðsluráð

3. október 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 242

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1104364 – Skóladagatöl leikskóla 2011-2012

      Lagt fram erindi frá leikskólastjóra á Álfasteini þar sem óskað er eftir tilfærslu á skipulagsdegi frá 17. nóvember til 21. október 2011.

      Fræðsluráð staðfestir erindið enda liggur fyrir samþykki foreldraráðs skólans.

    • 0809210 – Leikskólarými, mat á þörf

      Lögð fram samantekt þróunarfulltrúa leikskóla hvað varðar næsta skólaár – 2012-2013 um þörf á leikskólarými.

    • 1108155 – Evrópsk lýðræðisvika 10.-16.okt. 2011

      Lögð fram samantekt frá þróunarfulltrúa leikskóla samantekt um hvernig unnið verður í lýðræðisvikunni í leikskólum bæjarins.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Lagður fram tölvupóstur, dags. 19. september 2011 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi framkvæmd samræmdra prófa.

    • 1109321 – Setbergsskóli, úttekt haustið 2011

      Lagt fram bréf frá mmr dags. 21. september 2011 þar sem tikynnt er ákvörðun ráðuneytisins um úttekt á Setbergsskóla haustið 2011.

    • 1009025 – Skólalóðir, öryggismál

      Vegna þessa liðar mæta fulltrúar frá umhverfis- og framkvæmdasviði.

      Fræðsluráð þakkar Sigurði Haraldssyni, forstöðumanni fasteignafélags Hafnarfjarðar, Ismael R. David tæknifræðingi á umhverfis- og framkvæmdasviði, Birni B. Hilmarssyni, garðyrkjustjóra og Svanlaugi Sveinssyni, verkefnisstjóra viðhaldsmála sem fóru yfir öryggismál skólalóða.

    • 1008212 – Forvarnir á fræðslusviði

      Forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar og yfirsálfræðingur á Skólskrifstofu mæta til fundarins og fara yfir stöðuna.$line$Forvarnarfulltrúi kynnir niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneyslu meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk í Hafnarfirði árið 2011. Rannsóknin er framkvæmd af Rannsókn og greiningu.

      Geir Bjarnasyni, forvarnarfulltrúa og Eiríki Þorvarðarsyni, yfirsálfræðingi þakkað fyrir þeirra framlag til fundarins.

    • 1109377 – Litla upplestrarkeppnin

      Lögð fram skýrsla um Litlu upplestrarkeppnina í 4. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar skólaárið 2010-2011. Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar mætir til fundarins og kynnir skýrsluna.

      Ingibjörgu þakkað fyrir hennar framlag.

Ábendingagátt