Fræðsluráð

12. desember 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 247

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari fræðsluráðs
  1. Almenn erindi

    • 1103214 – Samstarf Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (TH) og grunnskóla

      Lögð fram skýrsla starfshóps.$line$Skólastjóri TH, skólastjóri Víðistaðaskóla og fulltrúi foreldra úr starfshópi mæta til fundarins og fylgja skýrslunni eftir.

      Gestunum þakkað fyrir vel unna skýrslu.

    • 1111268 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2012

      Lögð fram tillaga að niðurgreiðslu vegna barna hjá dagforeldrum ásamt reglum.

      Fræðsluráð samþykkir tillöguna, ásamt reglum, með þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá og óska bókað:$line$Þær gjaldskrárbreytingar sem hér eru lagðar fram eru hluti af þeirri fjárhagsáætlun sem meirihlutinn í bæjarstjórn hefur unnið og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa ekki að. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vilja koma að bókun:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa haft allan möguleika á að koma að ákvörðunum um gjaldskrárbreytingar dagforeldra hjá fræðsluráði.

    • 1104074 – Sjálfstætt starfandi leikskólar, samningar um rekstur

      Lögð fram lokadrög þjónustusamnings við ungbarnaleikskólann Bjarma.

      Fræðsluráð staðfestir samninginn samhljóða.

    • 0909258 – Fræðslusvið, námskeiðahald

      Lagðir fram námskeiðsbæklingar fyrir leik- og grunnskóla vegna vorannar 2012.

    • 1112011 – Frá félagi gunnskólakennara í Hf.

      Lagt fram bréf, dags. 25. nóvember 2011 frá fulltrúum félags grunnskólakennara.

    • 1112080 – Bjarkavellir 3, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram svohljóðandi tillaga:$line$”Fræðsluráð fer fram á það við skipulags- og byggingaráð að deiliskipulagi við Bjarkavelli 3 verði breytt úr því að vera leik- og grunnskóli yfir í að verða 4ra deilda leikskóli.”$line$Greinargerð:$line$Fyrirhuguð bygging leik- og grunnskóla var ætluð Hjallastefnunni sem nú hefur reist varanlegt húsnæði fyrir grunnskólann við Hjallabraut. Lóðin við Bjarkavelli er lítil og fjöldi bílastæða takmarkaður. Því er skynsamlegt að gera þessa breytingu nú svo lóðin verði tilbúin undir leikskóla þegar ákveðiðð verður að byggja hann.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja benda á það að ekki er gert ráð fyrir þeim byggingum sem hér um ræðir í fjárhagsáætlun 2012 og verður ákvörðun um framkvæmdir ekki tekin öðruvísi en að fjármunum verði ráðstafað til þeirra á þeim vettvangi. Afstaða er því ekki tekin hér til byggingar leikskóla á þessu stigi. Vegna deiliskipulagsbreytingar úr leik- og grunnskóla í 4 deilda leikskóla bendum við á mikilvægi þess að tryggt verði að grenndarsamfélagið sem hagsmuna eigi að gæta fái vandaða kynningu á fyrirhugaðri breytingu á skólafyrirkomulagi hverfisins, ef til framkvæmda kemur.

    • 0811240 – Fræðsluráð, styrkveitingar

      Lögð fram tillaga að styrkveitingum fræðsluráðs 2011.

      Fræðsluráð samþykkir að veita Eldvarnarátakinu 2011 styrk að upphæð kr. 80.000. Fræðsluráð getur ekki orðið við umsókn Sjavarbarsins um styrk til kvikmyndagerðar.

    • 1112082 – Ytra mat grunnskóla

      Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem fram kemur að verkefnisstjórn mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Samband íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd og innleiðingu á ákvæðum laga um mat og eftirlit bjóða Hafnarfjarðarbæ og Víðistaðaskóla til þátttöku í tilraunaverkefni um ytra mat á grunnskólastarfi.

      Fræðsluráð samþykkir þátttöku í verkefninu.

    • 1009029 – Úttektir á leik- og grunnskólum

      Kynnt tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um að fyrihugað sé að gera stofnanaúttektir á þremur grunnskólum og þremur leikskólum á vormisseri 2012. Auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að úttekt fari fram á starfi leik- og /eða grunnskóla innan þeirra.$line$Umsóknarfrestur er til 12. desember.$line$Sviðsstjóri gerði grein fyrir tillögu sinni að umsókn.

      Fræðsluráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um að sótt verði um úttekt á leikskólunum Hvammi og Stekkjarási.

    • 1008213 – Fræðsluráð, fundadagskrá

      Fyrsti fundur fræðsluráðs eftir áramót verður 9. janúar og svo á tveggja vikna fresti.

      Formaður óskar ráðsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu 2011.

Ábendingagátt