Fræðsluráð

23. janúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 249

Mætt til fundar

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Halldóra Björk Jónsdóttir varamaður

Ritari

 • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla
 1. Almenn erindi

  • 1201362 – Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk 2012

   Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4. 7. og 10. bekk haustið 2012.

  • 1201428 – Skólahreysti 2012, umsókn um styrk

   Lögð fram umsókn frá Skólahreysti um 200.000 kr. styrk vegna Skólahreysti 2012.

   Erindi bíður afgreiðslu í samræmi við reglur fræðsluráðs.

  • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

   Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi.$line$Eftirtaldir skipa starfshópinn:$line$Frá Samfylkingu: Eyjólfur Sæmundsson$line$Frá Vinstri grænum: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir$line$Frá Sjálfstæðisflokki: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir$line$Sviðsstjóri: Magnús Baldursson$line$Rekstrarstjóri: Guðmundur Sverrisson$line$Þróunarfulltrúi grunnskóla: Vigfús Hallgrímsson$line$Þróunarfulltrúi leikskóla: Sigurborg Kristjánsdóttir$line$Skólastjóri grunnskóla: Sigurður Björgvinsson$line$Leikskólastjóri: Ásta María Björnsdóttir$line$Fulltrúi foreldra grunnskólabarna: Jóhanna Sveinbjörg B. Traustadóttir $line$Fulltrúi foreldra leikskólabarna: Lilja Gréta Kristjánsdóttir Norðdahl$line$$line$Lögð fram fundargerð 1. fundar stýrihóps.$line$Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um skólaskipan í Hafnarfirði.

   Erindisbréf samþykkt með smávægilegri orðalagsbreytingu. Samþykkt að formaður stýrihópsins verði Guðrún Á. Guðmundsdóttir.

  • 1112138 – Jafnréttisstefna 2012-2014

   Á fundi bæjarráðs 12. janúar sl. var eftirfarandi til umfjöllunar: $line$”Lögð fram drög að jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar 2012-2014 og niðurstaða jafnréttiskönnunar sem gerð var meðal starfsmanna í nóvember sl.$line$Einnig lögð fram jafnréttisskýrsla fræðsluþjónustu 2011.”$line$”Bæjarráð óskar eftir umsögn fjölskylduráðs, fræðsluráðs, skipulags- og byggingarráðs og umhverfis-og framkvæmdaráðs. $line$Einnig frá fjölskylduþjónustu, fræðsluþjónustu, skipulags- og byggingarmálum og umhverfi- og framkvæmdum jafnframt $line$sem ítrekað er að þessir aðilar skili jafnréttisskýrslu fyrir 2011 og starfsáætlun fyrir 2012.”$line$

   Engar efnislegar ábendingar við jafnréttisstefnuna frá fræðsluráði. Jafnframt kom fram að fræðsluþjónustan mun ekki gera athugasemdir eða ábendingar við jafnréttisstefnuna.$line$$line$Bókuð ábending: Áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna bendir á jafnrétti barna til lengdar skóladags. Þeir nemendur sem t.d. fara með rútu í leikfimi og sund eru með lengri stundaskrá en þeir nemendur sem þurfa ekki að gera slíkt. Alls eru það þrír skólar sem ekki hafa íþróttahús, Áslandsskóli, Hvaleyrarskóli og Öldutúnsskóli, og vonandi mun jafnréttisstefna Hafnarfjarðar taka tillit til þess.

  • 10102849 – Sumarlokun leikskóla

   Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi ráðsins.$line$Lagðar fram umsagnir foreldraráða sem borist hafa, þ.e. foreldraráðum frá Hlíðarbergi, Hraunvallaskóla og Hvammi en auk þess frá samráði foreldraráða leikskóla í Hafnarfirði.

   Málið bíður afgreiðslu til næsta fundar.$line$$line$Á fundinn mætti fulltrúi ÍTH, Páll Arnar Sveinbjörnsson, til að ræða opnun gæsluvalla bæjarins meðan sumarlokun leikskóla stendur yfir.

  • 1104364 – Skóladagatöl leikskóla 2011-2012

   Lögð fram bréf frá leikskólunum Hlíðarbergi og Arnarbergi þar sem óskað er eftir tilfærslu á skipulagsdegi. Umsagnir foreldraráða liggja fyrir.

   Samþykkt.

  • 1201444 – Rannsóknarverkefni í leikskólum

   Kynnt samningsdrög milli RannUng og sveitarfélaga í kraganum um rannsóknarverkefni í leikskólum.

  • 1201464 – Fjölgun barna á leikskóladeildum

   Á fundi fræðsluráðs 28. nóvember sl. var sviðsstjóra falið að gera könnun á því hvort fjölga mætti börnum á leikskóladeildum í leikskólum Hafnarfjarðar á næsta skólaári.$line$Lögð fram svör leikskólastjóra.

   Lagt fram minnisblað fræðslustjóra um málið. Málinu vísað til frekari vinnslu starfshópsins um skólaskipan.

Ábendingagátt